Lífið

Vala Matt skoðar fallegan og girnilegan þorramat

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragga Gísla, Vala Matt og Steinunn Þorvaldsdóttir.
Ragga Gísla, Vala Matt og Steinunn Þorvaldsdóttir.
Þorramatur þarf ekki að vera ljótur eða ógirnilegur. Vala Matt fór í leiðangur í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og skoðaði óvenjulega þorrabók þeirra Steinunnar Þorvaldsdóttur og Ragnhildar Gísladóttur þar sem þær hafa safnað saman óvenjulegum hugmyndum fyrir þorrann.

Saga þorrans er rakin og svo er sýnt hvernig hægt er að búa til töff þorraskraut fyrir heimilið og baka dýrindis þorrasmákökur með þorramynstri. Og Ragga Gísla hefur gefið út nótur fyrir nýja þorratónlist sem hún samdi sérstaklega fyrir þorrann.

Á Facebook síðunni Velkominn þorri má sjá ýmislegt tengt þessu skemmtilega þorraverkefni. Svo fór Vala á veitingastaðinn Mat og drykk á Grandanum þar sem gerðar eru skemmtilegar tilraunir með hefðbundið þorrahráefnið.

Þar eru til dæmis framreiddir dúndur fallegir sviðaréttir sem eru algjört konfekt fyrir augað og á sama tíma dásamlega bragðgóðir. Ef þið viljið sjá þorrann með nýjum augum þá getið þið horf á þáttinn hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×