Tónlist

Tóku myndbandið við Kúst og fæjó upp hjá Eddu Björgvins: „Tími miðaldra kvenna er kominn“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Meðlimir Heimilistóna eru leikkonurnar Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Ólafía Jónsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir.
Meðlimir Heimilistóna eru leikkonurnar Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Ólafía Jónsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir.

Hljómsveitin Heimilistónar sem á eitt af þeim tíu lögum sem keppa í Söngvakeppninni í ár um að verða framlag Íslands í Eurovision hefur gefið út myndband við lagið sem heitir Kúst og fæjó.

Meðlimir Heimilistóna eru leikkonurnar Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Ólafía Jónsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir en þær fengu aðstoð frá góðvinkonu sinni Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu, við myndbandið þar sem það var tekið á heimili hennar.

„Tími miðaldra kvenna er kominn,“ segir Ólafía Hrönn og bætir við að það sé mikil gleði í hópnum og vilji til að fara alla leið með lagið.

Heimilistónar sendu fyrir nokkrum ár lag í Söngvakeppnina en það hlaut ekki brautargengi. Það var síðan hvatning frá Maríu Hebu Þorkelsdóttur, leikkonu, síðasta sumar sem fékk þær til að fara af stað aftur og senda inn lag.

„Textinn við lagið er unninn úr reynslubanka okkar allra og tekinn beint úr okkar vináttu,” segir Vigdís.

Myndbandið við lagið má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.