Bíó og sjónvarp

Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni

Kjartan Kjartansson skrifar
Ísold á Sundance-hátíðinni sem hefur staðið yfir síðustu vikuna.
Ísold á Sundance-hátíðinni sem hefur staðið yfir síðustu vikuna. Vísir/AFP

Leikstjórinn Ísold Uggadóttir var valin besti alþjóðlegi leikstjórinn á lokahátíð Sundance-kvikmyndahátíðarinnar í Utah í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mynd hennar „Andið eðlilega“ hefur hlotið lof gagnrýnenda en hún var frumsýnd á á hátiðinni.

Í tilkynningu frá Birnu Önnu Björnsdóttur, einum framleiðenda myndarinnar, kemur fram að Ísold hafi unnið í flokki alþjóðlegrar kvikmyndagerðar. Hátíðin er haldin í Park-borg í Utah. „Andið eðlilega“ var ein af tólf myndum sem kepptu í annarri af aðalkeppnum hátíðarinnar.

Ísold leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Kristín Þóra Halldórsdóttir og Babetida Sadjo fara með aðalhlutverkin. Myndin fjallar um sögur tveggja kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem sinnir vegabréfaeftirliti á Keflavíkurflugvelli.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.