Sport

Federer vann Opna ástralska

Dagur Lárusson skrifar
Roger Federer fagnar sigri.
Roger Federer fagnar sigri. vísir/getty
Roger Federer var rétt í þessu að tryggja sér sigur á Opna ástralska mótinu eftir að hann vann Marin Cilic í úrslitaleiknum.

Þetta var tuttugasti sigur Federer á risamóti á ferlinum og í sjötta skiptið sem hann vinnur Opna ástralska en hann vann Cilic í fimm settum, 6-2, 6-7, 6-3, 3-6 og 6-1.

Roger Federer, sem verður 37 ára á þessu ári, heldur því áfram sínum glæsta ferli og virðist ekki ætla að hætta í bráð.

Um sögulegan árangur er að ræða hjá Federer. Hann er nú þegar sigursælasti tenniskarl sögunnar en þrjár aðrar konur hafa afrekað að vinna minnst 20 risamótstitla - Margaret Court, Serena Williams og Steffi Graf.

„Draumur hefur ræst og ævintýrið heldur áfram,“ sagði Federer sem hefur unnið þrjú af síðustu fimm risamótum í tennis.

Þetta var enn fremur sjötti titillinn hans á opna ástralska en um metjöfnun er að ræða. Novak Djokovic og Roy Emerson hafa einnig unnið mótið sex sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×