Lífið

Ísland verður á fyrra undankvöldi Eurovision

Birgir Olgeirsson skrifar
Svala Björgvinsdóttir á sviði í Kænugarð í Eurovision í fyrra.
Svala Björgvinsdóttir á sviði í Kænugarð í Eurovision í fyrra. Vísir/EPA
Fulltrúi Íslands í Eurovision í ár mun stíga á svið á fyrra undankvöldi keppninnar þriðjudagskvöldið 8. maí næstkomandi. Rétt í þessu var dregið í fyrri og seinni hluta undankvöldin tvö í Eurovision sem fer fram í Lissabon í Portúgal í ár. 

Ísland verður í fyrri hluta á svið á fyrra undankvöldinu í ár.

Finnland er eina Norðurlandaþjóðin sem kemur fram sama kvöld og Ísland. Danmörk, Svíþjóð og Noregur drógust öll á seinna kvöldið.

Einnig var dregið um hvort undankvöldið þau sex lönd sem fara beint í úrslit taka þátt í kosningu. Spánn, Bretland og Portúgal taka þátt í kosningunni á fyrra undankvöldinu, þegar Ísland kemur fram. Ítalía, Frakkland og Þýskaland kjósa seinna undankvöldið.

Þetta kom fram í beinni útsendingu frá Portúgal sem sjá má hér fyrir neðan.

Röðin í fyrri undanriðlinum 8. maí er svona:



Fyrri hluti:

  • Hvíta Rússland
  • Búlgaría
  • Litháen
  • Albanía
  • Tékkland
  • Belgía
  • Ísland
  • Aserbaídsjan
  • Ísrael
  • Eistland

Seinni hluti:

  • Sviss
  • Finnland
  • Austurríki
  • Írland
  • Armenía
  • Kýpur
  • Króatía
  • Grikkland
  • Makedonía  
Seinna undankvöldið sem fer fram fimmtudagskvöldið 10. maí lítur svona út:

Fyrri hluti:

  • Rússland
  • Serbía
  • Danmörk
  • Rúmenía
  • Ástralía
  • Noregur
  • Moldovía
  • San Marínó
  • Holland

Seinni hluti:

  • Svartfjallaland
  • Svíþjóð
  • Ungverjaland
  • Malta
  • Lettland
  • Georgía
  • Pólland
  • Slóvenía
  • Úkraína
Svona lítur röðin út bæði undanúrslitakvöldin.
Portúgal er gestgjafi keppninnar í ár eftir að hafa unnið í fyrra og fær því sjálfkrafa þátttökurétt í úrslitum Eurovision ásamt Spáni, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu. Úrslitakvöldið fer fram laugardagskvöldið 12. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×