Lífið

Kevin Hart með uppistand í Laugardalshöll

Birgir Olgeirsson skrifar
Bandaríski grínistinn Kevin Hart.
Bandaríski grínistinn Kevin Hart. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Kvein Hart verður með uppistand í Laugardalshöll 15. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live en um er að ræða nýtt uppistand frá honum sem hefur fengið heitið Irresponsible. Hart hefur verið sérlega áberandi í Hollywood undanfarin ár og slegið í gegn í myndum eins og Get Hard, Central Intelligence og nýlega stórsmellinum Jumanji: Welcome to the Jungle. Sú mynd sem halaði inn rúmar 500 milljónir Bandaríkjadala á heimsvísu og er þegar hafin vinna að framhaldsmynd.

Nýja sýningin hans, Irresponsible, er sögð hafa fengið frábærar viðtökur víða. Sýningin fer í almenna sölu á föstudag kl. 10 á tix.is/kevin en póstlistaforsala Senu Live fer fram á miðvikudag kl. 15. Þar gefst fólki tækifæri á að tryggja sér miða  tveimur dögum áður en almenn sala hefst. Er bent á að takmarkað magn miða sé í boði í póstlistaforsölunni en forsölunni lýkur í síðast lagi kl. 22 sama kvöld.

Aðeins rúmlega 2.500 númeruð sæti eru í boði í heildina og áhugasamir því hvattir til að hafa hraðar hendur. Verðsvæðin eru fjögur talsins og kosta miðarnir frá 7.990 kr.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×