Enski boltinn

Firmino hefði getað hálsbrotnað við hrindingu Holgates

Benedikt Bóas skrifar
Roberto  Firmino, Bobby  Madley  dómari  og Mason  Holgate.
Roberto Firmino, Bobby Madley dómari og Mason Holgate. Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Englands er enn að fara yfir málsatvik í máli  Mason  Holgate  og  Roberto  Firmino  í  bikarslag  Liverpool  og  Everton.

Holgate henti þá Brassanum upp  í  stúku  sem  brást  ókvæða  við  og sagði eitthvað sem Holgate mislíkaði. Breskir fjölmiðlar hafa bent á að ef Firmino var með kynþáttaníð þá muni hann fá átta leikja bann hið minnsta.  

Bobby  Madley  dómari  var alveg ofan í atvikinu en lét það afskiptalaust.  Liverpool  fékk  bara  innkast, sem kom mörgum á óvart. Martin Samuel, íþróttafréttaritari fyrir  Daily  Mail,  veltir  upp  þeirri  spurningu hvað hefði gerst ef Firmino hefði hálsbrotnað við hrindingu Holgates. Hvaða refsingu væri Holgate að fá þá?

Samuel bendir á í pistli sínum að enska knattspyrnusambandið sé af einhverjum ástæðum hrætt við að taka á ofbeldi leikmanna inni á vellinum. Bendir hann á að Roy Keane fékk á sínum tíma fimm leikja bann fyrir  að  viðurkenna  í  bók  sinni  að  hafa  ætlað  að  fótbrjóta  Alf  Inge  Håland en aðeins þriggja leikja bann fyrir brotið sjálft.

Samuel vill meina að þáttur Holgates sé mun stærri og eigi  að  hafa  afleiðingar.  Hann  ýtti  Firmino á fullri ferð yfir auglýsingaskiltin og hafði ekki hugmynd um hvað  myndi  gerast.  Firmino  hefði  vel geta hálsbrotnað.Þá bendir hann á að þótt Firmino muni  fá  langt  bann,  þá  geti  hann  prísað sig sælan að hafa ekki stórslasast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×