Enski boltinn

Kaup Everton á Gylfa þau næstverstu á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Liverpool en Everton tapaði leiknum og er úr leik í enska bikarnum.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Liverpool en Everton tapaði leiknum og er úr leik í enska bikarnum. Vísir/Getty
Enska fótboltatímaritið FourFourTwo hefur fellt sinn dóm og íslenski landsliðsmaðurinn hjá Everton kemur ekki vel út því mati.

Blaðamenn FourFourTwo segja að kaupin á Gylfa í haust séu þau næstverstu á tímabilinu meðal liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

Það eru aðeins ein leikmannakaup sem voru verri, kaup Everton á Davy Klaassen frá Ajax.

Gylfi hefur spilað betur eftir að hann komst í almennilegt leikform en vandamálið að mati blaðamanns FourFourTwo er að hann fær ekki að spila sína bestu stöðu og að Everton hefur ekki keypt almennilega framherja svo horn, aukaspyrnur og fyrirgjafir Gylfa nýtist betur.

Stærsta málið er þó verðmiðinn en Gylfi er dýrasti leikmaður Everton frá uopphafi og var dýrasti leikmaðurinn í Liverpool í nokkra mánuði.

Það var líka vandamál að það tók langan tíma að ganga frá kaupunum á Gylfa sem þýddi að íslenski landsliðsmaðurinn missti af undirbúningstímabilinu.

Það hjálpaði svo sannarlega ekki að þurfa að spila undir peningapressunni án þess að vera kominn í almennilegt leikform og ekki búinn að læra á liðsfélaga sína.

Þetta var ekki góður gluggi fyrir Everton því Gylfi er einn af þremur nýjum leikmönnum félagsins sem er á þessum óvinsæla topplista.

Það má sjá alla umfjöllun FourFourTwo með því að smella hér.



Verstu kaupin í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið 2017-18:

1. Davy Klaassen (Ajax til Everton)

2. Gylfi Sigurðsson (Swansea til Everton)

3. Renato Sanches (Bayern München til Swansea)

4. Andre Gray (Burnley til Watford)

5. Roque Mesa (Las Palmas til Swansea)

6. Oliver Burke (RB Leipzig til West Brom)

7. Zlatan Ibrahimovic (Frjáls sala til Manchester United)

8. Joe Hart (Manchester City til West Ham)

9. Kevin Wimmer (Tottenham til Stoke)

10. Sandro Ramirez (Malaga til Everton)

11. Kelechi Iheanacho (Manchester City til Leicester)

12. Jairo Riedewald (Ajax til Crystal Palace)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×