Handbolti

Serbar fá ekki að mæta á völlinn | Gríðarleg öryggisgæsla í Split

Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar
Vopnaðir lögreglumenn eru á hverju strái fyrir utan höllina og inn í henni. Hér má sjá tvo þeirra standa vaktina.
Vopnaðir lögreglumenn eru á hverju strái fyrir utan höllina og inn í henni. Hér má sjá tvo þeirra standa vaktina. vísir/hbg
Nágrannaslagur Króata og Serba fer fram í Paladium-höllinni í Split í kvöld og skipuleggjendur EM taka ekki neinar áhættur í öryggisgæslunni.

Serbum hefur hreinlega verið meinað að mæta á leikinn í kvöld og leikmenn Serba þurfa því að mæta sterku liði Króata og um ellefu þúsund öskrandi Króötum í stúkunni. Uppselt er á leiki dagsins í Split.

Ég fékk mér lítinn göngutúr um svæðið áðan og þá voru þegar komnir hundruð vopnaðra lögregluþjóna, óeirðabílar og þrír slökkvibílar. Hér ætla menn að vera klárir fyrir allt.

Áhorfendur eru ekki enn byrjaðir að koma sér á völlinn en það er allt orðið klárt í höllinni.

Áður en kemur að leik Króata og Serba fer leikur Íslands og Svíþjóðar fram í keppnishöllinni. Vonandi verða margir komnir þá og við fáum flotta stemningu á fyrsta leik Íslands.

Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 17.15 og er í beinni textalýsingu á Vísi.

Að minnsta kosti tíu stórir lögreglubílar voru mættir þrem tímum fyrir fyrri leik dagsins.vísir/hbg

Tengdar fréttir

Arnar Freyr: Öll gagnrýni er frábær

Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson verður í eldlínunni gegn Svíum í kvöld og hann getur ekki beðið. Hann leikur með sænska meistaraliðinu Kristianstad og þekkir marga leikmenn liðsins.

Rúnar: Sjálfstraustið er gott

"Tilfinningin er góð. Hótelið til fyrirmyndar og með internetsambandi. Maturinn þrælfínn og ekki yfir neinu að kvarta,“ segir stórskyttan Rúnar Kárason sem verður í sviðljósinu gegn Svíum á EM í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×