Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2018 12:06 Sigmundur Davíð er formaður Miðflokksins. vísir/Ernir „Þetta er í rauninni bara galið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins um fyrirhuguð áform um Borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og var umræðuefnið skipulagsmál. Snerist umræðan fyrst og fremst um borgarlínuna.Sagðist Sigmundur Davíð almennt vera sammála þeim rökum sem færð eru fram um að þétt byggð geti haft ýmsa kosti en samkvæmt áætlunum er stefnt að því að þétta byggð í Reykjavík umtalsvert.Hann segir þó að þrátt fyrir þetta þurfi að líta til aðstæðna á hverjum stað, ekki sé hægt að taka ákvarðanir varðandi Reykjavík út frá því hvernig hlutirnir virka í London.„Þar hafa menn verið að feta sig eftir hættulegri braut, eða línu, í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu að undaförnu. Birtist meðal annars í þessum áformum um Borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð.Sagði Sigmundur Davíð að þessar áform féllu ekki að eðli borgarinnar og gætu ekki gengið. Ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en þær hafi ekki gengið eftir og það myndi Borgarlínan ekki gera heldur.Annað af tvennu þyrfti að vera til staðar til þess að slíkt gæti gengið eftir en hvorugt væri til staðar á höfuðborgarsvæðinu.„Annað hvort þarftu það þétta byggð að þú sért bæði með mikinn þéttleika í kringum brottfararstöðvarnar, stöðvarnar þar sem fólkið kemur af heimilum sínum, og þéttleika í kringum áfangastaðina. Þannig að aðstæður í kringum hverja stöð ertu með mikið af fólki eða mikið af starfsemi,“ sagði Sigmundur Davíð.Í hinu tilvikinu væri þörf á að því að hafa sterka miðju eða kjarna á borð við London eða Kaupmannahöfn. Í því tilviki væri eftirsóknarvert að búa við stöð þar sem auðvelt væri að komast inn í kjarnann.„Hvorugt af þessu er til staðar hér,“ sagði Sigmundur Davíð sem telur að miðborg Reykjavíkur væri ekki nógu sterk til þess að geta verið þessi kjarni sem hann talaði um. Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00 Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur. 4. september 2017 20:00 Tólf prósent noti almenningssamgöngur Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. 8. júní 2017 07:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
„Þetta er í rauninni bara galið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins um fyrirhuguð áform um Borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og var umræðuefnið skipulagsmál. Snerist umræðan fyrst og fremst um borgarlínuna.Sagðist Sigmundur Davíð almennt vera sammála þeim rökum sem færð eru fram um að þétt byggð geti haft ýmsa kosti en samkvæmt áætlunum er stefnt að því að þétta byggð í Reykjavík umtalsvert.Hann segir þó að þrátt fyrir þetta þurfi að líta til aðstæðna á hverjum stað, ekki sé hægt að taka ákvarðanir varðandi Reykjavík út frá því hvernig hlutirnir virka í London.„Þar hafa menn verið að feta sig eftir hættulegri braut, eða línu, í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu að undaförnu. Birtist meðal annars í þessum áformum um Borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð.Sagði Sigmundur Davíð að þessar áform féllu ekki að eðli borgarinnar og gætu ekki gengið. Ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en þær hafi ekki gengið eftir og það myndi Borgarlínan ekki gera heldur.Annað af tvennu þyrfti að vera til staðar til þess að slíkt gæti gengið eftir en hvorugt væri til staðar á höfuðborgarsvæðinu.„Annað hvort þarftu það þétta byggð að þú sért bæði með mikinn þéttleika í kringum brottfararstöðvarnar, stöðvarnar þar sem fólkið kemur af heimilum sínum, og þéttleika í kringum áfangastaðina. Þannig að aðstæður í kringum hverja stöð ertu með mikið af fólki eða mikið af starfsemi,“ sagði Sigmundur Davíð.Í hinu tilvikinu væri þörf á að því að hafa sterka miðju eða kjarna á borð við London eða Kaupmannahöfn. Í því tilviki væri eftirsóknarvert að búa við stöð þar sem auðvelt væri að komast inn í kjarnann.„Hvorugt af þessu er til staðar hér,“ sagði Sigmundur Davíð sem telur að miðborg Reykjavíkur væri ekki nógu sterk til þess að geta verið þessi kjarni sem hann talaði um.
Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00 Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur. 4. september 2017 20:00 Tólf prósent noti almenningssamgöngur Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. 8. júní 2017 07:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00
Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur. 4. september 2017 20:00
Tólf prósent noti almenningssamgöngur Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. 8. júní 2017 07:00