Erlent

Átta látnir í eldsvoða í Portúgal

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Átta létust þegar eldur kom upp í félagsmiðstöð í Portúgal seint í gærkvöldi.
Átta létust þegar eldur kom upp í félagsmiðstöð í Portúgal seint í gærkvöldi. Visir/afp

Að minnsta kosti átta létust og fimmtíu slösuðust eftir að eldur kom upp í félagsmiðstöð Portúgal seint í gærkvöldi. Félagsmiðstöðin er í Vila Nova da Rainha sem er nálægt bænum Tondela í norðurhluta Portúgal. AFP og BBC greina frá þessu.

Um sjötíu manns voru í félagsmiðstöðinni. Fólkið var ýmist að spila eða að horfa á fótboltaleik þegar hitakútur sprakk. Eldurinn barst hratt út með þeim afleiðingum að átta létust. Hinir slösuðu voru fluttir á sjúkrahús í Lissabon með þyrlu.

Bæjarstjóri Tondela, José António Jesus sagði að félagsmiðstöðin hefði verið hjarta samfélagsins og mikið notuð.

Svæðið um og í kringum Tondela fór illa út úr skógareldunum í október síðastliðnum. Embættismenn hafa lýst upplifun sinni af eldsvoðanum sem enn einni hörmunginni.

Umrætt svæði fór illa út úr skógareldunum í október síðastliðnum. Skjáskot af BBC

Tengdar fréttir

Tugir farast í skógareldum í Portúgal

Að minnsta kostir 43 hafa farist í miklum skógareldum nærri Coimbra í Portúgal, þar á meðal nokkur fjöldi fólks sem var að reyna að komast undan í bílum sínum. Um 1.700 slökkviliðsmenn berjast við skógarelda um allt landið.

Rúmlega sextíu látnir í skógareldum í Portúgal: "Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar“

Á sjöunda tug eru látnir í miðhluta Portú­gals af völdum mikilla skóarelda. Talið er að tala látinna komi til með að hækka og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir í landinu. Íslensk kona sem búsett er í Portúgal segir landsmenn harmi slegna. Hún var stödd nálægt svæðinu nokkrum tímum áður en eldurinn kviknaði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.