Handbolti

Ómar Ingi: Fékk bara að vita þetta rétt fyrir leik en ég er alltaf klár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon kom inn í byrjunarliðið í leiknum á móti Króatíu í kvöld. Hann skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleiknum en náði ekki alveg að fylgja því eftir í þeim síðari.

Var Ómar Ingi hissa á því að fá að byrja leikinn í kvöld?

„Já og nei. Ég fékk bara að vita þetta nokkrum mínútum áður en við fórum inn. Það var ekkert mál. Ég er alltaf klár,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn.

„Það er bara draumur að fá að spila við svona aðstæður og maður hefur alltaf viljað fá tækifæri til að spila í svona stemmningu,“ sagði Ómar Ingi.

„Þetta gekk vel hjá okkur í fyrri hálfleik en markvörðurinn þeirra var okkur erfiður í seinni hálfleiknum. Við hefðum getað verið aðeins klókari,“ sagði Ómar Ingi en hvaða lærdóm dregur liðið af þessum leik?

„Við þurfum að sýna aðeins meiri þolinmæði. Þeir taka eina til tvær mínútur í hverja sókn og eru klókir þar. Við þurfum að mæta því betur,“ sagði Ómar Ingi en hvað þarf liðið þá að gera í lokaleik riðilsins.

„Við þurfum að mæta klárir í Serbíuleikinn og spilar góðar 60 mínútur í vörn og sókn,“ sagði Ómar Ingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×