Handbolti

Ýmir: Aldrei áður farið á svona langa fundi

Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar
Ýmir í leiknum í gær.
Ýmir í leiknum í gær. vísir/ernir
Nýliðinn Ýmir Örn Gíslason fékk að spila í rúmar fjórar mínútur í leiknum gegn Króatíu í gær. Það var létt í honum hljóðið á hóteli landsliðsins í dag.

„Þetta var frábært. Maður þarf að þekkja hlutverk sitt. Kannski spilar maður 50 mínútur og kannski 10 mínútur. Það var bara frábært að koma inn á,“ segir Ýmir sem lét til sín taka og var farinn að hrinda króatísku stjörnunum.

„Það er svolítið minn stíll. Ég var búinn að bíða svolítið eftir því að fá að koma inn á og taka á þessu. Þetta var frábært fyrir mig persónulega að fá að koma inn á og finna aðeins fyrir þessu.“

Ýmir segir að upplifunin að vera á stórmóti hafi verið góð og fátt komið á óvart.

„Þetta var svipað og ég bjóst við. Ég hef samt aldrei áður farið á svona langa fundi. Kannski tvisvar til þrisvar á dag en það er ekkert mál,“ segir Valsarinn léttur.

„Serbía er næst. Þeir eru hægir til baka og við þurfum að refsa þeim vel. Taka á þeim í vörninni. Ekki leyfa þeim að komast upp með neitt. Þeir eru mjög seigir.“


Tengdar fréttir

Einkunnir Íslands: Ólafur og Aron bestu menn íslenska liðsins

Ólafur Guðmundsson og Aron Pálmarsson voru bestu menn íslenska landsliðsins í tapinu á móti Króatíu samkvæmt einkunnagjöf HB Statz. Íslendingar töpuðu þá með sjö marka mun á móti gestgjöfum Króata á EM í handbolta, 29-22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×