Körfubolti

Ari tekur við Skallagrímsstelpunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ari Gunnarsson þjálfaði Valsliðið í tvö tímabil frá 2015 til 2017.
Ari Gunnarsson þjálfaði Valsliðið í tvö tímabil frá 2015 til 2017. Vísir/Ernir
Ari Gunnarsson mun stýra kvennaliði Skallagríms út þetta tímabil í Dominos deild kvenna í körfubolta.

Ari tekur við liðinu af Richardo González Dávila sem var rekinn eftir að liðið tapaði á móti Njarðvík í undanúrslitum Maltbikarsins.

Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Skallagríms en fyrsti leikur Ara verður Vesturlandsslagur á móti Snæfelli í Borgarnesi annað kvöld.





Ari hefur talsverða reynslu af þjálfum úr úrvalsdeild kvenna en hann var síðast með Valskonur í fyrra.  Ari hefur einnig þjálfað lið Hamars og KR.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ari tekur við liði á miðju tímabili en það gerði hann líka með Hamarsliðið tímabilið 2006-2007. Með því liði léku einmitt þær Jóhanna Björk Sveinsdóttir og Fanney Lind Thomas sem eru leikmenn Skallagríms í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×