Sport

Fimmtán ára tennisskona búin að sextánfalda verðlunaféð sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marta Kostyuk.
Marta Kostyuk. Vísir/Getty
Marta Kostyuk er yngsti tennisspilarinn sem kemst áfram í þriðju umferð á risamóti frá árinu 1997. Hún sjálf er fædd um mitt ár 2002.

Marta Kostyuk tryggði sér sæti í þriðju umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis með því að vinna Olivia Rogowska 6-3 og 75.

Kostyuk, sem var í 521. sæti á heimslistanum fyrir mótið, er frá Úkraínu og mætir löndu sinni Elina Svitolina í 32 manna úrslitunum.

Það eru liðið 21 ár síðan svo ung tenniskona komst svo langt á risamóti eða síðan að Mirjana Lucic-Baroni náði því á opna bandaríska mótinu árið 1997. Martina Hingis var hinsvegar sú síðasta sem náði svona unga að komast í þriðju umferðina á opna ástralska mótinu. Hingis afrekaði það 1996.





Marta Kostyuk kann vel við sig í Melbourne því hún vann opna ástralska unglingamótið þar í fyrra. „Ég var svo heppin að hafa spilað úrslitaleik á þessum velli í fyrra. Ég þekkti það því að spila á svona stórum velli,“ sagði Marta Kostyuk eftir sigurinn.

Marta Kostyuk hafði unnið fimm þúsund pund á ferli sínum fyrir opna ástralska mótið en er nú þegar búin að tryggja sér að minnsta kosti 82 þúsund pund. Hún er því þegar búin að sextánfalda verðlunaféð sitt.







„Ég veit aðeins hvernig ég ætla eyða þessu. Kannski kaupi ég gjafir fyrir fjölskyldu mína en ég á stóra fjölskyldu. Svo kaupi ég eitthvað fyrir mig líka,“ sagði Marta Kostyuk.

Umboðsmaður hennar er Ivan Ljubicic sem er einnig þjálfari svissnesku tennisgoðsagnarinnar Roger Federer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×