Áskoranir í mannvirkjagerð Hilmar Harðarson skrifar 18. janúar 2018 07:00 Að byggja mannvirki er skapandi og skemmtilegt starf. Slíkt verk krefst fjölbreyttrar aðkomu alls kyns fagstétta með sérhæfða þekkingu á ólíkum viðfangsefnum. Það er gaman að taka þátt í því að byggja vandað hús yfir mannlíf eða leggja vegi og byggja brýr, sem síðar verða undirstaða grósku og nýrra tækifæra. Mannvirkjagerð er mikilvæg undirstöðuatvinnugrein í hverju þjóðfélagi. Það er mikilvægt að huga vel að þróun hennar og aðbúnaði þeirra sem þar starfa. Bæði ungt fólk, með nýja þekkingu, og eldra fólk með áratugareynslu þarf að una hag sínum vel. Aðbúnaður þarf að vera góður og kjör viðunandi. Misrétti milli starfsfólks og láglaunastefna í þágu skammtímahugsunar má ekki festa rætur. Það kemur bæði niður á gæðum mannvirkja og gæðum mannlífsins. Breytingar á vinnumarkaði Miklar breytingar hafa átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði. Hann er orðinn alþjóðlegur. Erlent vinnuafl streymir hingað til starfa, og þá ekki síst í mannvirkjagerð. Við Íslendingar megum vera þakklát fyrir aðkomu hins erlenda vinnuafls. Í því felst mikil auðlind. En hér er líka margt að varast. EES-samningurinn kveður skýrt á um að ekki megi mismuna fólki eftir þjóðerni. Ekki má greiða erlendu vinnuafli lægri laun en íslensku fyrir sambærileg störf. Að undanförnu hefur Samiðn heimsótt fyrirtæki í mannvirkjagerð og kannað hvort erlent starfsfólk sé ráðið til vinnu á viðunandi kjörum, hver menntun þess er og hver aðbúnaður þess er. Það má ekki líðast að fyrirtæki ráði til sín erlenda starfskrafta, oft í gegnum starfsmannaleigur, á lúsarlaunum og að þeim sé jafnvel boðið upp á aðbúnað sem ekki telst með nokkru móti viðunandi. Sem betur fer hefur Samiðn orðið þess áskynja að flest fyrirtæki virða réttindi þessa starfsfólks. En þó svo að sú mynd sem birtist í vinnustaðaheimsóknum sé að flestu leyti ánægjuleg, eru því miður til slæm dæmi um hið gagnstæða, þar sem réttindi erlendra starfsmanna eru þverbrotin. Við hjá Samiðn viljum skapa breiða samstöðu um það, að útrýma að fullu slíku háttalagi fárra aðila. Við lítum á það sem mikilvæga áskorun á nýju ári. Hvar er fagþekkingin? Önnur mikilvæg áskorun á nýju ári er að skapa samstöðu um mikilvægi þess, að mannvirki séu reist af fólki með fagþekkingu. Í kjölfar heimsókna Samiðnar á vinnustaði hafa áleitnar spurningar vaknað. Svo virðist sem erlent starfsfólk sé í langflestum tilvikum skráð sem ófaglært verkafólk og nýtur launakjara í samræmi við það. Ef þessar skráningar eru réttar er ljóst að heilu stórhýsin eru reist hér á landi um þessar mundir án þess að faglærðir iðnaðarmenn komi að því verki, nema í eftirlitshlutverki. Það er að sjálfsögðu óviðunandi. Annað hvort er skráningin röng – og um faglært fólk er að ræða sem nýtur þá ekki kjara í samræmi við menntun sína – eða hús eru einfaldlega reist á Íslandi af ófaglærðu fólki. Hvort sem er raunin, þá er ljóst að þetta er mikið áhyggjuefni. Þörf á átaki Þörfin í mannvirkjagerð er ákaflega mikil á Íslandi. Það er skortur á íbúðum og þörf er á mikilli uppbyggingu alls kyns innviða, sem felur í sér bæði byggingu og viðhald mannvirkja. Það er gríðarlega brýnt að í því átaksverkefni sem fram undan er í þessum efnum, sé gætt að því að skammtímahugsun ráði ekki för, með von um skammtímagróða. Gæðin verða að vera mikil. Í byggingariðnaði þarf allt starfsfólk að búa við sömu kjör fyrir sambærileg störf og misrétti þarf að útrýma. Fagmennska, nýsköpun og reynsla þarf að vera í hávegum höfð. Ungt, menntað fólk þarf að laðast að greininni. Á nýju ári kallar Samiðn eftir samhentu átaki allra hagsmunaaðila til að tryggja að þessi markmið náist, íslensku þjóðfélagi til heilla á þessum miklu uppbyggingartímum. Höfundur er formaður Samiðnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hilmar Harðarson Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hver er að hlusta? Ólafur Þ. Stephensen Fastir pennar Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Að byggja mannvirki er skapandi og skemmtilegt starf. Slíkt verk krefst fjölbreyttrar aðkomu alls kyns fagstétta með sérhæfða þekkingu á ólíkum viðfangsefnum. Það er gaman að taka þátt í því að byggja vandað hús yfir mannlíf eða leggja vegi og byggja brýr, sem síðar verða undirstaða grósku og nýrra tækifæra. Mannvirkjagerð er mikilvæg undirstöðuatvinnugrein í hverju þjóðfélagi. Það er mikilvægt að huga vel að þróun hennar og aðbúnaði þeirra sem þar starfa. Bæði ungt fólk, með nýja þekkingu, og eldra fólk með áratugareynslu þarf að una hag sínum vel. Aðbúnaður þarf að vera góður og kjör viðunandi. Misrétti milli starfsfólks og láglaunastefna í þágu skammtímahugsunar má ekki festa rætur. Það kemur bæði niður á gæðum mannvirkja og gæðum mannlífsins. Breytingar á vinnumarkaði Miklar breytingar hafa átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði. Hann er orðinn alþjóðlegur. Erlent vinnuafl streymir hingað til starfa, og þá ekki síst í mannvirkjagerð. Við Íslendingar megum vera þakklát fyrir aðkomu hins erlenda vinnuafls. Í því felst mikil auðlind. En hér er líka margt að varast. EES-samningurinn kveður skýrt á um að ekki megi mismuna fólki eftir þjóðerni. Ekki má greiða erlendu vinnuafli lægri laun en íslensku fyrir sambærileg störf. Að undanförnu hefur Samiðn heimsótt fyrirtæki í mannvirkjagerð og kannað hvort erlent starfsfólk sé ráðið til vinnu á viðunandi kjörum, hver menntun þess er og hver aðbúnaður þess er. Það má ekki líðast að fyrirtæki ráði til sín erlenda starfskrafta, oft í gegnum starfsmannaleigur, á lúsarlaunum og að þeim sé jafnvel boðið upp á aðbúnað sem ekki telst með nokkru móti viðunandi. Sem betur fer hefur Samiðn orðið þess áskynja að flest fyrirtæki virða réttindi þessa starfsfólks. En þó svo að sú mynd sem birtist í vinnustaðaheimsóknum sé að flestu leyti ánægjuleg, eru því miður til slæm dæmi um hið gagnstæða, þar sem réttindi erlendra starfsmanna eru þverbrotin. Við hjá Samiðn viljum skapa breiða samstöðu um það, að útrýma að fullu slíku háttalagi fárra aðila. Við lítum á það sem mikilvæga áskorun á nýju ári. Hvar er fagþekkingin? Önnur mikilvæg áskorun á nýju ári er að skapa samstöðu um mikilvægi þess, að mannvirki séu reist af fólki með fagþekkingu. Í kjölfar heimsókna Samiðnar á vinnustaði hafa áleitnar spurningar vaknað. Svo virðist sem erlent starfsfólk sé í langflestum tilvikum skráð sem ófaglært verkafólk og nýtur launakjara í samræmi við það. Ef þessar skráningar eru réttar er ljóst að heilu stórhýsin eru reist hér á landi um þessar mundir án þess að faglærðir iðnaðarmenn komi að því verki, nema í eftirlitshlutverki. Það er að sjálfsögðu óviðunandi. Annað hvort er skráningin röng – og um faglært fólk er að ræða sem nýtur þá ekki kjara í samræmi við menntun sína – eða hús eru einfaldlega reist á Íslandi af ófaglærðu fólki. Hvort sem er raunin, þá er ljóst að þetta er mikið áhyggjuefni. Þörf á átaki Þörfin í mannvirkjagerð er ákaflega mikil á Íslandi. Það er skortur á íbúðum og þörf er á mikilli uppbyggingu alls kyns innviða, sem felur í sér bæði byggingu og viðhald mannvirkja. Það er gríðarlega brýnt að í því átaksverkefni sem fram undan er í þessum efnum, sé gætt að því að skammtímahugsun ráði ekki för, með von um skammtímagróða. Gæðin verða að vera mikil. Í byggingariðnaði þarf allt starfsfólk að búa við sömu kjör fyrir sambærileg störf og misrétti þarf að útrýma. Fagmennska, nýsköpun og reynsla þarf að vera í hávegum höfð. Ungt, menntað fólk þarf að laðast að greininni. Á nýju ári kallar Samiðn eftir samhentu átaki allra hagsmunaaðila til að tryggja að þessi markmið náist, íslensku þjóðfélagi til heilla á þessum miklu uppbyggingartímum. Höfundur er formaður Samiðnar.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar