Fjölmargar hættur steðja að vatnsbólum Lovísa Arnardóttir skrifar 18. janúar 2018 06:00 Fjölmargar hættur steðja að vatnsbólum og nauðsynlegt að fylgjast vel með. vísir/getty Umhverfismál „Miðað við fyrri ár var þessi ákveðni frostakafli mjög langur. Við höfum ekki séð svona frost í nokkuð langan tíma. En leysingin sem gerði síðastliðinn föstudag var ekkert sérstök,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir flóðið á föstudag lítið í sögulegu samhengi. „Við skjóta yfirferð má finna frá því um 1960 þrjú til fjögur leysingartilvik sem öll voru mun stærri en nú.“ Það var í apríl árið 1962, febrúar 1968 og tvisvar í febrúar árið 1982. Einar segir þó slíka hláku og leysingar alls ekki það eina sem ógnar vatnsbólinu. Hann segir mikilvægt að huga að ýmissi umhverfisvá eins og jarðvegsmengun, olíuóhöppum og auknu álagi vegna aukinnar umferðar fólks á vatnsverndarsvæðunum. „Mikið er fjallað þar um Heiðmörk og Bláfjöll, en minna um sjálfan Suðurlandsveg, en hluti hans liggur óvarinn fyrir mengunarslysi. Til dæmis ef olíubíll færi á hliðina mjög nærri brunnsvæði Gvendarbrunna og nágrennis.“ Einar segir eina lausn vera að tengja saman mikilvægustu vatnstökusvæðin, Kaldárbotna, Gvendarbrunna og Vatnsendakrika. „Best er vitanlega að tengja þessi þrjú svæði saman með vatnslögn ofan byggðar. Ef eitt þeirra verður fyrir mengun eða öðru umhverfisálagi geta hin tvö miðlað vatni án þess að nokkur yrði þess var.“ Aðeins sex af tuttugu holum á Vatnsverndarsvæði Heiðmerkur eru í notkun eftir að jarðvegs- og saurgerlar mældust í þeim í vikunni. Í tilkynningu frá Veitum og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að líkleg ástæða þessarar mengunar sé „mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla.“ Hjá Veitum eru viðbragðsáætlanir vegna aukinnar hláku. Þess vegna eru fjórar holur við Gvendarbrunna ekki í notkun frá byrjun október til loka mars. „Það sem við sáum núna var aukið magn af jarðvegsgerlum í holu sem hefur ekki verið viðkvæm fyrir þessu áður, það er hola sem kallast V-1,“ sagði Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna. Einn saurgerill fannst í sýnum sem tekin voru úr V-4, V-5 og V-14 þann 9. janúar, það er einn gerill í hverju sýni. Einnig mældist aukið magn jarðvegsgerla í þeim. Þessum holum var strax lokað sem og holu V-3 sem sýndi aukið magn jarðvegsgerla samkvæmt upplýsingum frá Veitum. lovisaa@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Umhverfismál „Miðað við fyrri ár var þessi ákveðni frostakafli mjög langur. Við höfum ekki séð svona frost í nokkuð langan tíma. En leysingin sem gerði síðastliðinn föstudag var ekkert sérstök,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir flóðið á föstudag lítið í sögulegu samhengi. „Við skjóta yfirferð má finna frá því um 1960 þrjú til fjögur leysingartilvik sem öll voru mun stærri en nú.“ Það var í apríl árið 1962, febrúar 1968 og tvisvar í febrúar árið 1982. Einar segir þó slíka hláku og leysingar alls ekki það eina sem ógnar vatnsbólinu. Hann segir mikilvægt að huga að ýmissi umhverfisvá eins og jarðvegsmengun, olíuóhöppum og auknu álagi vegna aukinnar umferðar fólks á vatnsverndarsvæðunum. „Mikið er fjallað þar um Heiðmörk og Bláfjöll, en minna um sjálfan Suðurlandsveg, en hluti hans liggur óvarinn fyrir mengunarslysi. Til dæmis ef olíubíll færi á hliðina mjög nærri brunnsvæði Gvendarbrunna og nágrennis.“ Einar segir eina lausn vera að tengja saman mikilvægustu vatnstökusvæðin, Kaldárbotna, Gvendarbrunna og Vatnsendakrika. „Best er vitanlega að tengja þessi þrjú svæði saman með vatnslögn ofan byggðar. Ef eitt þeirra verður fyrir mengun eða öðru umhverfisálagi geta hin tvö miðlað vatni án þess að nokkur yrði þess var.“ Aðeins sex af tuttugu holum á Vatnsverndarsvæði Heiðmerkur eru í notkun eftir að jarðvegs- og saurgerlar mældust í þeim í vikunni. Í tilkynningu frá Veitum og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að líkleg ástæða þessarar mengunar sé „mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla.“ Hjá Veitum eru viðbragðsáætlanir vegna aukinnar hláku. Þess vegna eru fjórar holur við Gvendarbrunna ekki í notkun frá byrjun október til loka mars. „Það sem við sáum núna var aukið magn af jarðvegsgerlum í holu sem hefur ekki verið viðkvæm fyrir þessu áður, það er hola sem kallast V-1,“ sagði Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna. Einn saurgerill fannst í sýnum sem tekin voru úr V-4, V-5 og V-14 þann 9. janúar, það er einn gerill í hverju sýni. Einnig mældist aukið magn jarðvegsgerla í þeim. Þessum holum var strax lokað sem og holu V-3 sem sýndi aukið magn jarðvegsgerla samkvæmt upplýsingum frá Veitum. lovisaa@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira