Fjölmargar hættur steðja að vatnsbólum Lovísa Arnardóttir skrifar 18. janúar 2018 06:00 Fjölmargar hættur steðja að vatnsbólum og nauðsynlegt að fylgjast vel með. vísir/getty Umhverfismál „Miðað við fyrri ár var þessi ákveðni frostakafli mjög langur. Við höfum ekki séð svona frost í nokkuð langan tíma. En leysingin sem gerði síðastliðinn föstudag var ekkert sérstök,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir flóðið á föstudag lítið í sögulegu samhengi. „Við skjóta yfirferð má finna frá því um 1960 þrjú til fjögur leysingartilvik sem öll voru mun stærri en nú.“ Það var í apríl árið 1962, febrúar 1968 og tvisvar í febrúar árið 1982. Einar segir þó slíka hláku og leysingar alls ekki það eina sem ógnar vatnsbólinu. Hann segir mikilvægt að huga að ýmissi umhverfisvá eins og jarðvegsmengun, olíuóhöppum og auknu álagi vegna aukinnar umferðar fólks á vatnsverndarsvæðunum. „Mikið er fjallað þar um Heiðmörk og Bláfjöll, en minna um sjálfan Suðurlandsveg, en hluti hans liggur óvarinn fyrir mengunarslysi. Til dæmis ef olíubíll færi á hliðina mjög nærri brunnsvæði Gvendarbrunna og nágrennis.“ Einar segir eina lausn vera að tengja saman mikilvægustu vatnstökusvæðin, Kaldárbotna, Gvendarbrunna og Vatnsendakrika. „Best er vitanlega að tengja þessi þrjú svæði saman með vatnslögn ofan byggðar. Ef eitt þeirra verður fyrir mengun eða öðru umhverfisálagi geta hin tvö miðlað vatni án þess að nokkur yrði þess var.“ Aðeins sex af tuttugu holum á Vatnsverndarsvæði Heiðmerkur eru í notkun eftir að jarðvegs- og saurgerlar mældust í þeim í vikunni. Í tilkynningu frá Veitum og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að líkleg ástæða þessarar mengunar sé „mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla.“ Hjá Veitum eru viðbragðsáætlanir vegna aukinnar hláku. Þess vegna eru fjórar holur við Gvendarbrunna ekki í notkun frá byrjun október til loka mars. „Það sem við sáum núna var aukið magn af jarðvegsgerlum í holu sem hefur ekki verið viðkvæm fyrir þessu áður, það er hola sem kallast V-1,“ sagði Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna. Einn saurgerill fannst í sýnum sem tekin voru úr V-4, V-5 og V-14 þann 9. janúar, það er einn gerill í hverju sýni. Einnig mældist aukið magn jarðvegsgerla í þeim. Þessum holum var strax lokað sem og holu V-3 sem sýndi aukið magn jarðvegsgerla samkvæmt upplýsingum frá Veitum. lovisaa@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira
Umhverfismál „Miðað við fyrri ár var þessi ákveðni frostakafli mjög langur. Við höfum ekki séð svona frost í nokkuð langan tíma. En leysingin sem gerði síðastliðinn föstudag var ekkert sérstök,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir flóðið á föstudag lítið í sögulegu samhengi. „Við skjóta yfirferð má finna frá því um 1960 þrjú til fjögur leysingartilvik sem öll voru mun stærri en nú.“ Það var í apríl árið 1962, febrúar 1968 og tvisvar í febrúar árið 1982. Einar segir þó slíka hláku og leysingar alls ekki það eina sem ógnar vatnsbólinu. Hann segir mikilvægt að huga að ýmissi umhverfisvá eins og jarðvegsmengun, olíuóhöppum og auknu álagi vegna aukinnar umferðar fólks á vatnsverndarsvæðunum. „Mikið er fjallað þar um Heiðmörk og Bláfjöll, en minna um sjálfan Suðurlandsveg, en hluti hans liggur óvarinn fyrir mengunarslysi. Til dæmis ef olíubíll færi á hliðina mjög nærri brunnsvæði Gvendarbrunna og nágrennis.“ Einar segir eina lausn vera að tengja saman mikilvægustu vatnstökusvæðin, Kaldárbotna, Gvendarbrunna og Vatnsendakrika. „Best er vitanlega að tengja þessi þrjú svæði saman með vatnslögn ofan byggðar. Ef eitt þeirra verður fyrir mengun eða öðru umhverfisálagi geta hin tvö miðlað vatni án þess að nokkur yrði þess var.“ Aðeins sex af tuttugu holum á Vatnsverndarsvæði Heiðmerkur eru í notkun eftir að jarðvegs- og saurgerlar mældust í þeim í vikunni. Í tilkynningu frá Veitum og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að líkleg ástæða þessarar mengunar sé „mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla.“ Hjá Veitum eru viðbragðsáætlanir vegna aukinnar hláku. Þess vegna eru fjórar holur við Gvendarbrunna ekki í notkun frá byrjun október til loka mars. „Það sem við sáum núna var aukið magn af jarðvegsgerlum í holu sem hefur ekki verið viðkvæm fyrir þessu áður, það er hola sem kallast V-1,“ sagði Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna. Einn saurgerill fannst í sýnum sem tekin voru úr V-4, V-5 og V-14 þann 9. janúar, það er einn gerill í hverju sýni. Einnig mældist aukið magn jarðvegsgerla í þeim. Þessum holum var strax lokað sem og holu V-3 sem sýndi aukið magn jarðvegsgerla samkvæmt upplýsingum frá Veitum. lovisaa@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira