Enski boltinn

Johnson við Rostov: Hörður er ekki til sölu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lee Johnson og Hörður Björgvin Magnússon.
Lee Johnson og Hörður Björgvin Magnússon. Vísir/Getty
Lee Johnson varaði Rostov við því að kauptilboð í Hörð Björgvin Magnússon væri óþarft, hann væri ekki til sölu.

Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Rostov ætlaði sér að leggja fram tilboð í íslenska landsliðsmanninn, en rússneska félagið reyndi að kaupa hann í sumar.

Á blaðamannafundi fyrir leik Bristol City og Derby var knattspyrnustjórinn Johnson spurður út í áhuga Rostov og skilaboð hans voru skýr.

„Það er vitað að það kom tilboð í Hörð Magnússon í síðasta félagsskiptaglugga en við viljum ekki tala um stöðu leikmanna í dag því þeir þurfa að halda einbeitingu á verkefnunum sem eru fram undan,“ sagði Johnson.

„Við keyptum hann frá Juventus og hann hefur staðið sig mjög vel. Hann þurfti smá tíma til að aðlagast, en allir leikmenn þurfa þess. Hann er leikmaður sem við viljum ekki missa og við lítum á hann sem lykilmann í okkar framtíðarsýn.“

Leikur Bristol og Derby fer fram annað kvöld klukkan 19:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×