Enski boltinn

Ísland er ein af tíu einstökum knattspyrnuþjóðum heims

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku stelpurnar voru inn á topp 20 á FIFA-listanum og nú eru strákarnir komnir þangað líka.
Íslensku stelpurnar voru inn á topp 20 á FIFA-listanum og nú eru strákarnir komnir þangað líka. Vísir/Getty
Það er mikið afrek fyrir litla Ísland að vera með eitt landslið inn á topp tuttugu á FIFA-listanum og hvað þá tvö.

Íslenska karlalandsliðið hoppaði upp í 20. sæti á nýjasta styrkleikalista karlalandslið sem þýðir að bæði landslið þjóðarinnar eru meðal þeirra tuttugu bestu í heimi.

Kvennalandslið Íslands er einnig í 20. sæti á FIFA-listanum. Kennalandsliðið hefur verið ofar en karlaliðið undanfarin áratug en á síðustu árum hefur karlalandsliðið okkar brunað upp listann.

Það er ekkert skrýtið að fróðleiksþyrstir menn og konur banki upp á í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum og reyni að komast að því hvernig 336 þúsund manna þjóð hefur tekist þetta.

Karlalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót í sumar og kvennalandsliðið vann stórlið Þýskalands á útivelli í undankeppni HM síðasta haust. Stelpurnar okkar hafa líka verið á þremur Evrópumótum í röð.

Það er fróðlegt að bera aðeins saman þær tíu þjóðir sem eru með bæði karla- og kvennalandsliðin sín inn á topp tuttugu á FIFA-listanum.

Þó að Íslendingum myndi fjölga um fimm milljónir á einu augabragði þá myndum við ekki náð næstfámennustu þjóðunni á þessum einstaka tíu þjóða lista sem má sjá hér fyrir neðan.

Áfram Ísland.Vísir/Getty
Þjóðirnar tíu sem eru með bæði landsliðin sín inn á topp tuttugu:

Ísland

Íbúar: 336 þúsund

Karlalandsliðið: 20.sæti

Kvennalandsliðið: 20. sæti

Danmörk

Íbúar: 5,7 milljónir

Karlalandsliðið: 12.sæti

Kvennalandsliðið: 12. sæti

Sviss

Íbúar: 8,5 milljónir

Karlalandsliðið: 8.sæti

Kvennalandsliðið: 17. sæti

Svíþjóð

Íbúar: 9,9 milljónir

Karlalandsliðið: 18.sæti

Kvennalandsliðið: 10. sæti

Spánn

Íbúar: 46,3 milljónir

Karlalandsliðið: 6.sæti

Kvennalandsliðið: 13. sæti

England

Íbúar: 55 milljónir

Karlalandsliðið: 16.sæti

Kvennalandsliðið: 3. sæti

Ítalía

Íbúar: 59,4 milljónir

Karlalandsliðið: 14.sæti

Kvennalandsliðið: 17. sæti

Frakkland

Íbúar: 65 milljónir

Karlalandsliðið: 9.sæti

Kvennalandsliðið: 6. sæti

Þýskaland

Íbúar: 82 milljónir

Karlalandsliðið: 1.sæti

Kvennalandsliðið: 2. sæti

Brasilía

Íbúar: 209 milljónir

Karlalandsliðið: 2.sæti

Kvennalandsliðið: 8. sæti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×