Enski boltinn

Sjáðu markið hans Jóhanns Berg og öll hin úr ensku úrvalsdeildinni í gær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg fagnar ásamt liðsfélögum sínum eftir að hann jafnaði gegn Liverpool. Gleðin var þó skammvinn.
Jóhann Berg fagnar ásamt liðsfélögum sínum eftir að hann jafnaði gegn Liverpool. Gleðin var þó skammvinn. vísir/getty

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Burnley í rúmt ár þegar liðið tapaði 1-2 fyrir Liverpool í gær.

Jóhann Berg jafnaði metin í 1-1 á 87. mínútu en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ragnar Klavan sigurmark Liverpool.

Lagleg mörk frá Anthony Martial og Jesse Lingard tryggðu Manchester United 0-2 sigur á Everton á útivelli. Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk Everton.

Leicester City fór í gang í seinni hálfleik gegn Huddersfield og vann 3-0 sigur. Brighton og Bournemouth gerðu jafntefli í fjörugum leik og pressan á Mark Hughes jókst eftir 0-1 tap Stoke City fyrir Newcastle United á heimavelli.

Öll mörkin úr leikjunum í ensku úrvalsdeildinni í gær má sjá hér að neðan.

Burnley 1-2 Liverpool

Everton 0-2 Man Utd

Leicester 3-0 Huddersfield

Brighton 2-2 Bournemouth

Stoke 0-1 Newcastle

Mánudagsuppgjör


Tengdar fréttir

Rauð jól í Liverpool

Liverpool uppskar vel í jólatörninni og hefur fengið 13 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjum sínum. Hetjan í leiknum gegn Burnley kom úr óvæntri átt.

Callum Wilson tryggði Bournemouth stig

Brighton og Bournemouth gerðu jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem Bournemouth jafnaði á lokamínútunum með marki frá Callum Wilson.

Gengur best hjá Íslendingum gegn Liverpool

Íslenskir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni skora mest gegn Liverpool, en Jóhann Berg Guðmundsson varð í dag sjöundi íslenski leikmaðurinn til þess að skora gegn hinum rauðklæddu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.