Lífið

Ed Sheeran setur sinn svip á lagið Layla eftir Eric Clapton

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega skemmtileg útgáfa.
Virkilega skemmtileg útgáfa.
Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er einn sá allra vinsælasti í heiminum í dag. Hann virðist vera nokkuð fær í því að taka lög annarra og setja sinn svip á þau.

Það gerði hann á dögunum í árlegum sjónvarpsþætti BBC þegar hann flutti lagið Layla sem Eric Clapton gaf út árið 1971.

Flutningurinn hefur strax vakið mikla athygli og eru netverjar á því að þetta sé nokkuð góð útgáfa eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×