Innlent

Voru snöggir að ráða niðurlögum elds við iðnaðarhúsnæði

Birgir Olgeirsson skrifar
Starfsmenn Securitas höfðu barist við eldinn vopnaðir slökkvitækjum.
Starfsmenn Securitas höfðu barist við eldinn vopnaðir slökkvitækjum. Vísir/Stefán
Slökkviliðsmenn brugðust fljótt við útkalli vegna bruna við iðnaðarhúsnæði á Iðavöllum í Reykjanesbæ í hádeginu í dag. Útkallið barst um klukkan 10 mínútur í eitt þar sem greint var frá miklum svörtum reyk.

Brunavarnir Suðurnesja sendu dælubíl og körfubíl á vettvang ásamt sjúkrabíl en þegar þangað var komið reyndist eldurinn hafa kviknað við iðnaðarhúsnæði og komist í klæðningu og þakkant. Slökkviliðsmenn voru snöggir að ráða niðurlögum eldsins en starfsmenn öryggisfyrirtækisins Securitas, sem er með aðstöðu á Iðavöllum, höfðu farið út með slökkvitæki til að berjast við eldinn.

Lögreglan á Suðurnesjum vinnur nú á vettvangi við rannsókn á eldsupptökum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×