Handbolti

Geir: Ekkert ólíklegt að Óðinn fari með til Þýskalands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Geir var heilt yfir ánægður með leikinn gegn Japan.
Geir var heilt yfir ánægður með leikinn gegn Japan. vísir/eyþór
Ísland rúllaði yfir Japan, 42-25, í fyrsta vináttulandsleiknum af þremur fyrir EM í Króatíu. Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn gegn frekar slöku japönsku liði.

„Ég gat prófað ýmislegt sem ég vildi prófa, ýmsar uppstillingar í vörninni sem við gætum lent í að þurfa að nota,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson eftir leikinn í kvöld.

„Almennt áttu menn fína innkomu og þetta var ágætis fyrsta skref á þessari vegferð.“

Ómar Ingi Magnússon og Rúnar Kárason léku ekki með íslenska liðinu í kvöld vegna veikinda. Óðinn Þór Ríkharðsson kom inn í hópinn, spilaði seinni hálfleikinn og skoraði sex mörk. Svo gætið farið að hann yrði tekinn með til Þýskalands þar sem Ísland mætir heimamönnum í tveimur leikjum um helgina.

„Rúnar er væntanlega sólarhring á eftir Ómari hvað veikindin varðar. Það gæti sett strik í reikninginn hvort hann fari út með okkur á morgun. Ég þarf bara að ráðfæra mig við lækna hvað við gerum í stöðunni,“ sagði Geir.

„Það er ekkert ólíklegt að Óðinn fari með okkur. Hann er í þessum hóp út af því að hann er flottur. Við völdum hann til æfinga því hann er að banka á dyrnar.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×