Fótbolti

Sandra María lánuð til Tékklands

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sandra María Jessen
Sandra María Jessen vísir/eyþór

Landsliðskonan Sandra María Jessen hefur verið lánuð frá Íslandsmeisturum Þórs/KA til tékkneska liðsins Slavia Prag. Félagið greindi frá þessu í dag.

Framherjinn var fyrirliði Íslandsmeistaranna í sumar og kemur aftur norður áður en tímabilið byrjar á Íslandi, en hún verður úti til loka apríl.

Þetta er í annað sinn sem Sandra María prófar fyrir sér erlendis en hún fór til Bayer Leverkusen í byrjun árs 2016 og fram til Íslandsmóts.

Lánssamningurinn hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma en Sandra skrifaði undir í dag.

Slavia Prag mætti Stjörnunni í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vetur, en það var tékkneskur stuðningsmaður Prag sem býr á Íslandi sem lét liðið vita af Söndru Maríu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.