Innlent

Rúta fór út af veginum á Þingvallaleið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Slysið varð á Þingvallaleið skammt frá Leiruvogsvatni.
Slysið varð á Þingvallaleið skammt frá Leiruvogsvatni. Loftmyndir
Enginn virðist hafa slasast þegar rúta rann til í hálku og hafnaði utan vegar á Þingvallaleið, skammt frá Leiruvogsvatni, eftir hádegi í dag. Nú er unnið að því að koma rútunni aftur upp á veginn og farþegum rútunnar aftur til Reykjavíkur, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Rútan, með sjö erlenda ferðamenn innanborðs auk bílstjóra, var á leið til Reykjavíkur þegar slysið varð í dag. Hált var á veginum og fór rútan á hliðina og endaði utan vegar að sögn varðstjóra, sem segir fólki skiljanlega brugðið. Engin meiðsl urðu á fólki og þá virðist rútan enn ökufær.

Bíll frá rútufyrirtækinu er nú á leið úr Reykjavík til að sækja farþega og bílstjóra. Fólkið hafði leitaði skjóls í annarri rútu sem kom að slysstaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×