Handbolti

Tímabilinu lokið hjá Elvari: Rann í hálku í dag og fótbrotnaði

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Elvar fagnar í leik á dögunum en hann hefur lokið leik á þessu tímabili.
Elvar fagnar í leik á dögunum en hann hefur lokið leik á þessu tímabili. vísir/eyþór
Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, rann í hálku í dag og fótbrotnaði um leið en hann verður ekki meira með liðinu það sem eftir lifir tímabils.

Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, staðfesti þetta í samtali við Vísi í kvöld en hann sagði Elvar vera á leiðinni í aðgerð á morgun.

Greindi hann frá því að hefði runnið í hálku og brotið aðra pípuna fyrir ofan ökklann illa og að hann þyrfti að fara í aðgerð til þess að huga að meiðslunum.

„Hann rennur illa í hálkunni í dag og brotnar við það ansi illa, önnur pípan fyrir ofan ökklan brotnar. Hann er á leiðinni í aðgerð á morgun og er frá út tímabilið,“ sagði Einar Andri er íþróttadeild heyrði í honum í kvöld.

Ljóst er að þetta er gríðarlegt áfall fyrir lið Aftureldingar en Elvar er algjör lykilleikmaður og næst markahæsti leikmaður liðsins á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×