Borgnesingar vilja fá Latabæjargarð í plássið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. janúar 2018 06:00 Latibær hefur ratað í leikhús, sjónvarp og verið gerður að borðspili. Nú er stefnt að skemmtigarði. vísir/andi marinó „Þetta er nú bara rétt að komast inn á teikniborðið,“ segir Helga Halldórsdóttir, íbúi í Borgarnesi. Helga fer fyrir félagi sem stefnir að því að koma á koppinn skemmtigarði sem byggir á grunnhugmyndinni um Latabæ. Í Lögbirtingablaðinu á dögunum birtist tilkynning um skráningu hlutafélagsins Upplifunargarður Borgarnesi ehf. en tilgangur þess, að því er fram kemur í tilkynningunni, er „[u]ppbygging afþreyingar í ferðaþjónustu í Borgarnesi og nágrenni, byggt á grunnhugmyndinni um Latabæ.“ Latabæ kannast flestir Íslendingar við en árið 1991 kom út barnabókin Áfram Latibær! eftir Magnús Scheving þolfimikappa og síðar íþróttamann ársins. Sagan segir frá Sollu stirðu, Sigga sæta, Nenna níska og öðrum íbúum Latabæjar en líf þeirra tekur stakkaskiptum eftir að Íþróttaálfurinn birtist í bænum og rífur þá úr letirútínu sinni. Sagan rataði síðar í leikhús og að endingu voru gerðir sjónvarpsþættir um bæjarbúa. „Verkefnið er til skoðunar hjá hópi fólks sem hefur áhuga á að koma einhverju á laggirnar sem byggt er á hugmyndafræði Magnúsar Scheving,“ segir Helga. „Magnús er auðvitað Borgnesingur og hefur sterkar rætur hingað heim í hérað.“ Hópurinn fékk á dögunum þriggja milljóna króna styrk úr uppbyggingarsjóði Vesturlands en styrkveitingin var grundvöllur fyrir stofnun félagsins. „Á næstu dögum munum við ráða verkefnastjóra, sem gert er ráð fyrir að starfi í sex mánuði hið minnsta, til að kanna möguleg staðsetningu og útfærslur fyrir garðinn auk þess að kanna áhuga fjárfesta á verkefninu,“ segir Helga. Helga segir að upphafsmaðurinn Magnús komi meðal annars að vinnunni og að slíkt muni miklu. Hann hafi skapað sér nafn út fyrir landsteinana auk þess sem Latibær sé auðvitað þekkt merki á erlendri grund. „Næstu sex mánuðir eru meðgöngutími og síðan verður að skýrast í júlí hver næstu skref hjá okkur verða. Það veltur auðvitað að stærstum hluta á áhuga fjárfesta og annarra sem leitað verður til varðandi aðkomu að verkefninu,“ segir Helga. Líkt og áður segir er verkefnið á algjöru frumstigi og því óljóst hvenær garðurinn gæti verið opnaður ef hann nær á það stig. „Fyrir mitt leyti þá mætti það ekki taka meira en þrjú til fimm ár að koma þessu í gagnið,“ segir Helga. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði Sjá meira
„Þetta er nú bara rétt að komast inn á teikniborðið,“ segir Helga Halldórsdóttir, íbúi í Borgarnesi. Helga fer fyrir félagi sem stefnir að því að koma á koppinn skemmtigarði sem byggir á grunnhugmyndinni um Latabæ. Í Lögbirtingablaðinu á dögunum birtist tilkynning um skráningu hlutafélagsins Upplifunargarður Borgarnesi ehf. en tilgangur þess, að því er fram kemur í tilkynningunni, er „[u]ppbygging afþreyingar í ferðaþjónustu í Borgarnesi og nágrenni, byggt á grunnhugmyndinni um Latabæ.“ Latabæ kannast flestir Íslendingar við en árið 1991 kom út barnabókin Áfram Latibær! eftir Magnús Scheving þolfimikappa og síðar íþróttamann ársins. Sagan segir frá Sollu stirðu, Sigga sæta, Nenna níska og öðrum íbúum Latabæjar en líf þeirra tekur stakkaskiptum eftir að Íþróttaálfurinn birtist í bænum og rífur þá úr letirútínu sinni. Sagan rataði síðar í leikhús og að endingu voru gerðir sjónvarpsþættir um bæjarbúa. „Verkefnið er til skoðunar hjá hópi fólks sem hefur áhuga á að koma einhverju á laggirnar sem byggt er á hugmyndafræði Magnúsar Scheving,“ segir Helga. „Magnús er auðvitað Borgnesingur og hefur sterkar rætur hingað heim í hérað.“ Hópurinn fékk á dögunum þriggja milljóna króna styrk úr uppbyggingarsjóði Vesturlands en styrkveitingin var grundvöllur fyrir stofnun félagsins. „Á næstu dögum munum við ráða verkefnastjóra, sem gert er ráð fyrir að starfi í sex mánuði hið minnsta, til að kanna möguleg staðsetningu og útfærslur fyrir garðinn auk þess að kanna áhuga fjárfesta á verkefninu,“ segir Helga. Helga segir að upphafsmaðurinn Magnús komi meðal annars að vinnunni og að slíkt muni miklu. Hann hafi skapað sér nafn út fyrir landsteinana auk þess sem Latibær sé auðvitað þekkt merki á erlendri grund. „Næstu sex mánuðir eru meðgöngutími og síðan verður að skýrast í júlí hver næstu skref hjá okkur verða. Það veltur auðvitað að stærstum hluta á áhuga fjárfesta og annarra sem leitað verður til varðandi aðkomu að verkefninu,“ segir Helga. Líkt og áður segir er verkefnið á algjöru frumstigi og því óljóst hvenær garðurinn gæti verið opnaður ef hann nær á það stig. „Fyrir mitt leyti þá mætti það ekki taka meira en þrjú til fimm ár að koma þessu í gagnið,“ segir Helga.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda