Golf

Johnson með yfirburði á Hawaii

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dustin með verðlaunin sín á Hawaii.
Dustin með verðlaunin sín á Hawaii. vísir/getty

Dustin Johnson sýndi og sannaði um helgina að hann er svo sannarlega besti kylfingur heims í dag.

Johnson lék lokahringinn á Sentry-mótinu á Hawaii á 65 höggum og vann mótið með átta högga mun.  Hann átti tvö högg fyrir lokadaginn en spýtti þá bara í lófana. Hann endaði á 24 höggum undir pari.

Jon Rahm varð annar á 16 höggum undir pari og Brian Harman tók þriðja sætið á 15 höggum undir pari.

Johnson er búinn að vera lengi í efsta sæti heimslistans og ljóst að hann mun ekki gefa það sæti eftir á næstunni. Jordan Spieth er í öðru sæti heimslistans og Jon Rahm því þriðja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.