Nærmynd af Mumma: Yale og Húsmæðraskólinn en ekki nægilega trúaður til að gerast munkur Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2018 15:30 Guðmundur er alltaf kallaður Mummi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, býr í miðbæ Reykjavíkur og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast honum betur í þættinum Ísland í dag sem var á dagskrá í gærkvöldi. Guðmundur er kallaður Mummi og hefur alltaf verið kallaður það. Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason var mættur til ráðherra klukkan hálf sjö um morguninn en hann vaknar ávallt snemma og vinnur best eldsnemma. Mummi er fæddur og uppalinn á Brúarlandi á Mýrum rétt vestan við Borgarnes. „Ég elst upp við venjulega sveitastörf og ég held að ég hafi náð aðeins inn í svona stórfjölskyldumenningu og það var alltaf gríðarlega mikill gestagangur hjá ömmu minni,“ segir Guðmundur sem segist vera mikil félagsvera. Mummi varð umhverfis- og auðlindaráðherra í lok nóvember.„Ég ætlaði alltaf að verða bóndi alla mína æsku. Ég var óskaplega hændur af dýrum, sérstaklega kindunum. Ég var ofboðslega skapmikið barn og gat orðið mjög reiður en sem betur fer er það runnið af mér,“ segir Mummi sem er alinn upp við það að bera mikla virðingu fyrir náttúrunni. Ráðherra fór í nám í Háskóla Íslands og í meistaranám í Yale-háskólanum í Bandaríkjunum. Hann skellti sér einnig í Húsmæðraskólann í Reykjavík eftir menntaskólaárin. „Eftir Húsmæðraskólann flutti ég aðeins til Þýskalands og dvaldi í klaustri svona til að reyna finna sjálfan mig. Ég komst að því að ég væri ekki nægilega trúaður til að verða munkur.“ Mummi er fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn sem sest í ráðherrastól hér á landi. Hann var aftur á móti í sambandi með konu í ein sjö ár áður en hann kom út úr skápnum. „Ég átti yndisleg ár með henni og við erum mjög góðir vinir í dag. Ég sé ekki eftir þeim árum en síðan byrjar bara annar kafli í lífinu þegar maður er orðinn sáttari við sjálfan sig. Það skiptir mig miklu máli að vera góð fyrirmynd þegar maður er kominn í þessa stöðu, og ég veit að það eru enn fordómar í íslensku samfélagi.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Tengdar fréttir Fyrstu skref ríkisstjórnar Katrínar í Víglínunni Alþingi lauk fyrstu umræðu um fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í gærkvöldi og þar með er ríkisstjórnin komin skrefinu lengra en síðasta ríkisstjórn. 16. desember 2017 10:29 Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39 Heitustu piparsveinar landsins Fegurð íslenskra kvenna er heimsþekkt en glæsileiki íslenskra karlmanna hefur hins vegar ekki farið eins hátt. 4. janúar 2018 12:30 Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, býr í miðbæ Reykjavíkur og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast honum betur í þættinum Ísland í dag sem var á dagskrá í gærkvöldi. Guðmundur er kallaður Mummi og hefur alltaf verið kallaður það. Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason var mættur til ráðherra klukkan hálf sjö um morguninn en hann vaknar ávallt snemma og vinnur best eldsnemma. Mummi er fæddur og uppalinn á Brúarlandi á Mýrum rétt vestan við Borgarnes. „Ég elst upp við venjulega sveitastörf og ég held að ég hafi náð aðeins inn í svona stórfjölskyldumenningu og það var alltaf gríðarlega mikill gestagangur hjá ömmu minni,“ segir Guðmundur sem segist vera mikil félagsvera. Mummi varð umhverfis- og auðlindaráðherra í lok nóvember.„Ég ætlaði alltaf að verða bóndi alla mína æsku. Ég var óskaplega hændur af dýrum, sérstaklega kindunum. Ég var ofboðslega skapmikið barn og gat orðið mjög reiður en sem betur fer er það runnið af mér,“ segir Mummi sem er alinn upp við það að bera mikla virðingu fyrir náttúrunni. Ráðherra fór í nám í Háskóla Íslands og í meistaranám í Yale-háskólanum í Bandaríkjunum. Hann skellti sér einnig í Húsmæðraskólann í Reykjavík eftir menntaskólaárin. „Eftir Húsmæðraskólann flutti ég aðeins til Þýskalands og dvaldi í klaustri svona til að reyna finna sjálfan mig. Ég komst að því að ég væri ekki nægilega trúaður til að verða munkur.“ Mummi er fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn sem sest í ráðherrastól hér á landi. Hann var aftur á móti í sambandi með konu í ein sjö ár áður en hann kom út úr skápnum. „Ég átti yndisleg ár með henni og við erum mjög góðir vinir í dag. Ég sé ekki eftir þeim árum en síðan byrjar bara annar kafli í lífinu þegar maður er orðinn sáttari við sjálfan sig. Það skiptir mig miklu máli að vera góð fyrirmynd þegar maður er kominn í þessa stöðu, og ég veit að það eru enn fordómar í íslensku samfélagi.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Tengdar fréttir Fyrstu skref ríkisstjórnar Katrínar í Víglínunni Alþingi lauk fyrstu umræðu um fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í gærkvöldi og þar með er ríkisstjórnin komin skrefinu lengra en síðasta ríkisstjórn. 16. desember 2017 10:29 Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39 Heitustu piparsveinar landsins Fegurð íslenskra kvenna er heimsþekkt en glæsileiki íslenskra karlmanna hefur hins vegar ekki farið eins hátt. 4. janúar 2018 12:30 Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
Fyrstu skref ríkisstjórnar Katrínar í Víglínunni Alþingi lauk fyrstu umræðu um fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í gærkvöldi og þar með er ríkisstjórnin komin skrefinu lengra en síðasta ríkisstjórn. 16. desember 2017 10:29
Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39
Heitustu piparsveinar landsins Fegurð íslenskra kvenna er heimsþekkt en glæsileiki íslenskra karlmanna hefur hins vegar ekki farið eins hátt. 4. janúar 2018 12:30