Enski boltinn

Engar viðræður í gangi á milli Tottenham og Kane

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kane skorar og skorar.
Kane skorar og skorar. vísir/getty
Harry Kane vill ekki framlengja samning sinn við Tottenham nema félagið vinni titla.

Enski framherjinn hefur farið á kostum það sem af er tímabili og er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 18 mörk. Hann hefur verið á mála hjá Tottenham í fimm ár og hefur enn ekki unnið neitt með félaginu.

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að viðræður um nýjan samning væru í gangi og meðal annars myndi Kane fá 200 þúsund pund í vikulaun með nýja samningnum. Þegar leikmaðurinn var spurður út í hvort þetta væri satt sagði hann einfaldlega „nei,“ og að engar samningaviðræður væru fram undan.

„Ég hef alltaf sagt að félagið þurfi að halda áfram í jákvæða átt, bæta sig og byrja að vinna til verðlauna. Svo lengi sem sú vegferð heldur áfram er ég ánægður hér,“ sagði Kane.

Spænska stórveldið Real Madrid er sagt hafa augastað á Kane og Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði ómögulegt að halda leikmanninum ef hann vilji fara.

„Ef leikmaður vill fara, afhverju ættir þú að stöðva hann? Hann mun ekki lengur vilja spila alla leiki og mun ekki leggja sig allan fram fyrir félagið,“ sagði Kane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×