Lífið

Jólatónleikar á vetrarsólstöðum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hrafnhildur og Heiðdís Hanna syngja í Fríkirkjunni í kvöld.
Hrafnhildur og Heiðdís Hanna syngja í Fríkirkjunni í kvöld.
„Við Hrafnhildur Árnadóttir sópran og Ingileif Bryndís Þórsdóttir píanóleikari ætlum að halda hugljúfa jólatónleika í Fríkirkjunni í kvöld og fagna því í leiðinni að sólin fer að hækka á lofti strax á morgun,“ segir Heiðdís Hanna Sigurðardóttir sópransöngkona glaðlega. Um dagskrána segir hún að þar verði jólalög úr ýmsum áttum, bæði íslensk og erlend í bland við óperudúetta. „Það getur verið svolítið snúið að finna fína dúetta fyrir tvo sóprana en við fundum að minnsta kosti þrjá góða.“

Heiðdís Hanna segir þær Hrafnhildi hafa kynnst í Íslensku óperunni þar sem þær hafi aðallega verið á varamannabekknum þegar Don Giovanni var á fjölunum. „Við Ingileif Bryndís kynntumst í námi í Freiburg í Þýskalandi og þær Hrafnhildur og Ingileif voru samtímis í MR, þannig að við tengjumst með ýmsum hætti,“

Jóladagskrá vinkvennanna hefst í Fríkirkjunni klukkan 20. Þar munu kertaljós auka á hátíðleikann. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×