Menning

Ný verðlaun í íslenskri myndlist

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Málverk eftir Jón Axel.
Málverk eftir Jón Axel. Fréttablaðið/Pjetur

Íslensku myndlistarverðlaunin verða í fyrsta skipti afhent í febrúar næstkomandi. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar á vefnum myndlistarsjodur.is.

Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum: Myndlistarmaður ársins og Hvatningarverðlaun ársins.

Það er Myndlistarráð sem stendur að verðlaununum. Þau hafa þann tilgang að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi og er ætlað að stuðla að kynningu á íslenskum myndlistarmönnum og styðja við myndsköpun þeirra.

Aðalverðlaunin, ein milljón króna, verða veitt íslenskum myndlistarmanni eða myndlistarmanni með búsetu á Íslandi sem þykir hafa skarað fram úr með nýlegum verkum og sýningu á Íslandi á árinu 2017. Hvatningarverðlaunin, fimm hundruð þúsund krónur, verða veitt ungum starfandi myndlistarmanni sem lokið hefur grunnnámi á síðastliðnum fimm árum og sýnt opinberlega á þeim tíma.

Dómnefnd er skipuð til eins árs í senn og í henni sitja árið 2017 til 2018 þau Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir myndlistarmaður, fyrir hönd SÍM, Sigrún Hrólfsdóttir, deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Magnús Gestsson, formaður Listfræðafélags Íslands, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, fulltrúi safnstjóra íslenskra safna, og Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður Myndlistarráðs. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.