Erlent

Sound of Music stjarna öll

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Von Trapp fjölskyldan í Salzburg þar sem Söngvaseiður var tekinn upp.
Von Trapp fjölskyldan í Salzburg þar sem Söngvaseiður var tekinn upp. Úr safni Ronald Grant

Heather Menzies-Urich, sem lék Louisu Von Trapp í Söngvaseiði, The Sound of Music, er látin 68 ára að aldri. BBC fjallar um andlát söng- og leikkonunnar sem sló í gegn í söngleiknum þegar hún var fimmtán ára.

Heather greindist með heilaæxli fyrir fjórum vikum og féll frá á aðfangadagskvöld. 

„Hún var leikkona, ballerína og naut hver dags til fullnustu,“ er haft eftir syni hennar í TMZ.

Louisa var þriðja elsta Von Trapp barnið en Heather náði ekki hæðum á sviði eftir Söngvaseið. Hún sat nakin fyrir í Playboy þegar hún var 23 ára sem féll ekki vel í kramið hjá trúuðum foreldrum hennar. 

Hún giftist framleiðandanum Robert Urich 1975. Hann lést árið 2002. 

Að neðan má sjá eitt frægasta atriðið úr söngleiknum þegar börnin syngja áður en haldið er til hvílu. Heather er þriðja barnið til að syngja.


Tengdar fréttir

Maria von Trapp látin

Maria von Trapp, sú síðasta sem var eftirlifandi af frægri söngvafjölskyldu, er látin, 99 ára gömul.

Framleiðandi Sound of Music látinn

Kvikmyndaframleiðandinn Richard Zanuck lést í gærnótt. Hann er framleiðandi mynda á borð við Jaws og Sound of Music og hefur hlotið ýmis verðlaun á um 50 ára ferli sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.