Innlent

Hreindýr og hálka á vegum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það er betra að hafa augun opin þegar ekið er um Austurland í dag.
Það er betra að hafa augun opin þegar ekið er um Austurland í dag. VÍSIR/VILHELM

Hálkublettir og hálka er víðast hvar á landinu í dag. Á Suður- og Suðvesturlandi er þæfingsfærð á útvegum á einstaka stað. Á Vesturlandi er mikið autt á láglendi og með sjónum en meiri hálka til landsins. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Mokstur var langt kominn á Vestfjörðum um níuleytið í morgun. Klettsháls er enn ófær og þæfingsfærð er í Djúpinu. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar.  Áætlað er að opna norður í Árneshrepp á morgun.

Hálka eða snjóþekja er á velflestum vegum á Norðurlandi. Þæfingsfærð er á milli Sauðárkróks og Hofsóss og eins á nokkrum sveitavegum en víða er éljagangur. Hólasandur er ófær.

Á Austurlandi er enn þungfært á Möðrudalsöræfum. Þæfingsfærð er á Fjarðarheiði en hálka á Fagradal. Verið er að opna Vatnsskarð eystra. Breiðdalsheiði og Öxi eru ófæar. Hálka og hálkublettir eru á köflum á Suðausturlandi.

Þá vara Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og  á meðan er vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða lengd til klukkan 20:00.

Nánari upplýsingar um þjónustu um hátíðarnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.