Innlent

Hreindýr og hálka á vegum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það er betra að hafa augun opin þegar ekið er um Austurland í dag.
Það er betra að hafa augun opin þegar ekið er um Austurland í dag. VÍSIR/VILHELM
Hálkublettir og hálka er víðast hvar á landinu í dag. Á Suður- og Suðvesturlandi er þæfingsfærð á útvegum á einstaka stað. Á Vesturlandi er mikið autt á láglendi og með sjónum en meiri hálka til landsins. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Mokstur var langt kominn á Vestfjörðum um níuleytið í morgun. Klettsháls er enn ófær og þæfingsfærð er í Djúpinu. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar.  Áætlað er að opna norður í Árneshrepp á morgun.

Hálka eða snjóþekja er á velflestum vegum á Norðurlandi. Þæfingsfærð er á milli Sauðárkróks og Hofsóss og eins á nokkrum sveitavegum en víða er éljagangur. Hólasandur er ófær.

Á Austurlandi er enn þungfært á Möðrudalsöræfum. Þæfingsfærð er á Fjarðarheiði en hálka á Fagradal. Verið er að opna Vatnsskarð eystra. Breiðdalsheiði og Öxi eru ófæar. Hálka og hálkublettir eru á köflum á Suðausturlandi.

Þá vara Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og  á meðan er vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða lengd til klukkan 20:00.

Nánari upplýsingar um þjónustu um hátíðarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×