Sport

Apple settur í bann af Giants

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Of seinn. Hér má sjá Apple einu sinni sem oftar vera of seinan í að dekka andstæðing.
Of seinn. Hér má sjá Apple einu sinni sem oftar vera of seinan í að dekka andstæðing. vísir/getty

Ömurlegu tímabili nýliðans Eli Apple hjá NY Giants er lokið þar sem félag hans hefur sett hann í agabann í lokaumferð deildarkeppninnar um næstu helgi.

Apple var valinn tíundi í nýliðavalinu en hefur engan veginn staðið undir væntingum. Hann hefur verið lélegur á vellinum og þess utan engan veginn náð saman við liðsfélaga sína.

Forráðamenn Giants segja ítrekaða hegðun Apple vera ástæðuna fyrir banninu. Hann hefur rifist við bæði liðsfélaga sem og þjálfara Giants í allan vetur og félagið hefur nú fengið nóg.

Það sagði sína sögu er liðsfélagi hans, Landon Collins, sagði að Apple væri krabbamein.

NFL

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.