Enski boltinn

Carragher: Enska úrvalsdeildin er grín

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Newcastle-menn vörðust á mörgum mönnum gegn City í gær.
Newcastle-menn vörðust á mörgum mönnum gegn City í gær. vísir/getty
Jamie Carragher segir að enska úrvalsdeildin sé orðin að athlægi vegna leikstíls litlu liðanna gegn þeim stóru á heimavelli.

Afar varnarsinnaður leikstíll Newcastle United gegn Manchester City á St. James' Park í gær var kornið sem fyllti mælinn hjá Carragher. Gamla Liverpool-hetjan blés hressilega á Sky Sports í hálfleik í gær.

„Þetta er orðið vandræðalegt, ekki bara Newcastle heldur liðin í ensku úrvalsdeildinni þegar þau mæta bestu liðunum á heimavelli,“ sagði Carragher.

„Enska úrvalsdeildin er eiginlega orðin gríndeild. Toppliðin eru svo langt á undan þeim neðstu. Það er eins og þau lið sætti sig við að tapa, svo lengi sem það er bara eitt eða tvö núll. Vörumerki ensku úrvalsdeildarinnar er að öll liðin láta vaða. Mun fólk halda áfram að horfa ef það heldur áfram að sjá svona fótbolta.“

City vann leikinn í gær með einu marki gegn engu. Sigurinn hefði átt að vera stærri að mati Carraghers.

„Það var ekki góðum varnarleik Newcastle að þakka að þeir voru ennþá inni í leiknum. Það var út af því að [Sergio] Agüero gleymdi markaskónum heima. City hefði átt að vinna þrjú eða fjögur núll,“ sagði Carragher.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×