Enski boltinn

Wenger kominn upp að hlið Sir Alex

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aldnir hafa orðið. Þessir tveir höfðingjar hafa verið lengst allra þjálfara í ensku úrvalsdeildinni.
Aldnir hafa orðið. Þessir tveir höfðingjar hafa verið lengst allra þjálfara í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Arsene Wenger er nú búinn að stýra Arsenal í 810 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og því búinn að jafna met Sir Alex Ferguson.

Þeir tveir hafa stýrt langflestum leikjum allra í deildinni og Wenger mun augljóslega slá metið nokkuð hraustlega.

Á slíkum tímamótum bera menn eðlilega saman árangur þessa tveggja frábæru stjóra. Þó svo árangur Wenger sé glæsilegur þá er hann nokkuð á eftir Ferguson.

Ferguson vann 50 fleiri leiki og tapaði 30 færri leikjum. Stóri munurinn liggur þó í titlunum þar sem staðan er 13-3 fyrir Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×