Enski boltinn

Jói Berg: Margir stuðningsmenn Man. Utd á Íslandi pirraðir út í mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jóhann Berg er hér í baráttu við Luke Shaw á Old Trafford.
Jóhann Berg er hér í baráttu við Luke Shaw á Old Trafford. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson elskar að spila á Old Trafford, heimavelli Man. Utd, enda hefur hann aldrei tapað þar.

Jóhann Berg lagði upp fyrsta mark Burnley á vellinum um daginn er liðin gerðu 2-2 jafntefli. Hann var svo valinn maður leiksins.

„United er líklega vinsælasta liðið á Íslandi þannig að margir stuðningsmenn Man. Utd heima eru pirraðir út í mig,“ segir Jóhann Berg við Burnley Express.

„Við náðum líka jafntefli í fyrra og því hef ég aldrei tapað á Old Trafford. Það er frekar skemmtilegt og sýnir hvað þetta lið er komið langt. Við erum alltaf að vaxa.“

Burnley komst í 0-2 í leiknum en Man. Utd kom til baka og tryggði sér stig með marki í uppbótartíma.


Tengdar fréttir

Jói Berg bestur á Old Trafford

Jóhann Berg Guðmundsson var frábær í liði Burnley sem gerði 2-2 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í gær.

Lingard bjargaði United

Burnley hefur nú gert jafntefli við United á Old Trafford í síðustu tveimur heimsóknum sínum þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×