Enski boltinn

Alli: Þarf ekki að skora mörk til þess að spila vel

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dele Alli fagnar marki.
Dele Alli fagnar marki. vísir/getty
Dele Alli hefur ekki áhyggjur af því hversu óstöðug spilamennska hans hefur verið á tímabilinu.

Hinn 21 árs gamli miðjumaður hefur verið gagnrýndur fyrir framlag sitt, en hann hefur skorað fjögur deildarmörk og tvö mörk í Meistaradeild Evrópu í vetur.

„Sumir halda að ef þú ert ekki að skora mörk eða leggja þau upp þá sértu að spila illa,“ sagði Alli.

Alli skoraði 10 mörk í 33 leikjum á fyrsta tímabili sínu hjá Tottenham og bætti enn betur á síðasta tímabili þegar hann skoraði 18 mörk í 37 leikjum.

„Þegar þú ert aðeins 21 árs og með staðlana eins háa og þeir voru fyrstu tvö árin, þá nærðu þeim ekki alltaf.“

„Fólk skiptir endalaust um skoðun og ég væri áhyggjufyllri ef stuðningsmenn annara liða héldu upp á mig, því þegar þínir eigin stuðningsmenn missa álit á þér þá breytist allt,“ sagði Dele Alli.

Tottenham er í fimmta sæti deildarinnar og mætir botnliði Swansea 2. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×