Burnley án sigurs í síðustu fjórum leikjum | Öll úrslit dagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg fer framhjá Scott Malone.
Jóhann Berg fer framhjá Scott Malone. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Burnley sem gerði markalaust jafntefli við Huddersfield á útivelli í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Burnley hefur ekki unnið í fjórum síðustu leikjum sínum. Liðið er samt enn í 7. sæti deildarinnar.

Englandsmeistarar Chelsea skutust upp í 2. sætið með 5-0 stórsigri á Stoke City á Stamford Bridge. Antonio Rüdiger, Danny Drinkwater, Pedro, Willian og Davide Zappacosta skoruðu mörk Chelsea sem hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.

Luciano Narsingh tryggði Swansea City sigur á Watford, 1-2, í fyrsta leiknum undir stjórn Carlos Carvalhal.

André Carrillo kom Watford yfir á 11. mínútu og þannig var staðan allt þangað til fjórar mínútur voru til leiksloka. Þá jafnaði Jordan Ayew metin og á lokamínútunni skoraði Narsingh sigurmark Swansea.

Ekkert mark var skorað í leik Newcastle United og Brighton á St. James' Park.

Ryan Fraser skoraði bæði mörk Bournemouth sem vann 2-1 sigur á Everton.

Mohamed Salah var hetja Liverpool sem vann 2-1 sigur á Leicester City á Anfield.

Úrslit dagsins:

Huddersfield 0-0 Burnley

Chelsea 5-0 Stoke

1-0 Antonio Rüdiger (3.), 2-0 Danny Drinkwater (9.), 3-0 Pedro (23.), 4-0 Willian, víti (73.), 5-0 Davide Zappacosta (88.).

Watford 1-2 Swansea

1-0 André Carrillo (11.), 1-1 Jordan Ayew (86.), 1-2 Luciano Narsingh (90.).

Newcastle 0-0 Brighton

Bournemouth 2-1 Everton

1-0 Ryan Fraser (33.), 1-1 Idrissa Gueye (57.), 2-1 Fraser (89.).

Liverpool 2-1 Leicester

0-1 Jamie Vardy (3.), 1-1 Mohamed Salah (52.), 2-1 Salah (76.).


Tengdar fréttir

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira