Handbolti

Kristianstad með átta stiga forskot í EM-fríinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Kristianstads á æfingu með íslenska landsliðinu.
Leikmenn Kristianstads á æfingu með íslenska landsliðinu. Vísir/Anton

Kristianstad vann öruggan sigur á Aranäs, 24-15, í sínum síðasta leik fyrir EM-fríið.

Kristianstad hefur unnið 20 af 21 leik sínum í vetur og er með átta stiga forskot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar.

Varnarleikur sænsku meistaranna í leiknum í kvöld var afar sterkur. Til marks um það skoraði Aranäs aðeins sex mörk í seinni hálfleik.

Ólafur Guðmundsson skoraði þrjú mörk fyrir Kristianstad í leiknum í kvöld og gaf tvær stoðsendingar.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendingar en Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.