Handbolti

Arnór Þór: Blússandi gangur í þessu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur átt afar góðu gengi að fagna með Bergischer í þýsku B-deildinni í vetur.

Bergsicher er með sjö stiga forskot á toppnum og Arnór er næstmarkahæstur í deildinni með 152 mörk.

„Þetta hefur gengið vel og ég er ánægður með þetta, liðið í heild sinni. Það er blússandi gangur í þessu,“ sagði Arnór Þór í Sportpakkanum á Stöð 2 Sport.

„Ég er búinn að spila ágætlega og sáttur með mína spilamennsku.“

Arnór er nokkuð bjartsýnn á gott gengi á EM í Króatíu sem hefst í næsta mánuði.

„Við þurfum að vera rosalega agaðir og nota hraðaupphlaupsvopnin okkar vel,“ sagði Arnór.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.