Viðskipti innlent

Luxor ehf og Ofur hljóðkerfi sameinast undir nafni Luxor

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Luxor hafa meðal annars sett upp skautasvellið á Ingólfstorgi.
Luxor hafa meðal annars sett upp skautasvellið á Ingólfstorgi. Luxor ehf
Fyrirtækin Luxor tækjaleiga ehf og Ofur hljóðkerfi ehf hafa tilkynnt um sameiningu fyrirtækjanna undir nafni Luxor. Ofur hefur undanfarin ár boðið upp á hljóðkerfaleigu fyrir tónleika og skemmtanaiðnaðinn en Luxor boðið upp á ljósa-, skjá- og sviðsleigu fyrir viðburði.

Með sameiningunni verður til tækjaleiga sem kemur til með að geta boðið heildarlausnir í mynd, hljóð og lýsingu fyrir viðburði. Framkvæmdastjóri sameinaðs félags verður Bragi Reynisson núverandi framkvæmdastjóri Luxor. Nýr stjórnarformaður sameinaðs félags verður Óli Valur Þrastarson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×