Afhentu fjölskyldum átta langveikra barna 233 þúsund króna styrki í Lindakirkju Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2017 22:51 Frá afhendingu styrkjanna í Lindakirkju í Kópavogi fyrr í dag. Vísir/Stefán Karlsson Góðgerðafélagið Bumbuloni veitti í dag fjölskyldum átta langveikra barna styrki í Lindakirkju í Kópavogi. Hver fjölskylda fékk 233 þúsund krónur og var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, viðstaddur þegar styrkirnir voru afhentir. Ásdís Arna Gottskálksdóttir er stofnandi félagsins en hún átti átti langveikan son, Björgvin Arnar Atlason sem lést aðeins sex ára að aldri árið 2013. Hún heldur minningu hans á lofti með því að styrkja fjölskyldur sem eru í sömu sporum og hún var í sá sínum tíma. Fréttablaðið ræddi við Ásdísi í nóvember síðastliðnum en þar sagði Ásdís að ekki hafi amað að Björgvini þegar hann fæddist, hann dafnaði vel en um sex mánaða aldurinn fór hann að léttast og átti erfitt með að drekka.Ásdís Arna Gottskálksdóttir.Vísir/Eyþór ÁrnasonKom í ljós að Björgvin var með alvarlegan hjartagalla og varð hann að fara strax í aðgerð úti í Boston í Bandaríkjunum. Hann gekkst undir þrjár hjartaþræðingar og tvær opnar hjartaaðgerðir til að stöðva leka milli hjartahólfa. Björgvin varð sífellt veikari með aldrinum en þegar hann orðinn sex ára kom í ljós að hann var með sjaldgæfan bandvefssjúkdóm, acromicric dysplasia, sem aðeins sextíu börn í heiminum hafa greinst með.Teikning Björgvins prýðir kortin sem Bumbuloni selur til styrkar fjölskyldum langveikra barna.Vísir/EyþórFyrir tveimur árum lét Ásdís prenta jólakort með mynd eftir Björgvin sem hún seldi vinum og vandamönnum og fékk svo góðar viðtökur að hún gat styrkt þrjár fjölskyldur langveikra barna um 233 þúsund krónur hverjar. Í fyrra bættust við merkimiðar og nú í ár tækifæriskort. Salan gekk vel í ár ásamt því að fyrirtæki styrktu málefnið. Náðist því að styrka átta fjölskyldur langveikra barna, en hver fjölskylda fékk 233 þúsund krónur frá félaginu.Ásdís ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni fyrir skemmstu og má heyra viðtalið hér fyrir neðan: Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Góðgerðafélagið Bumbuloni veitti í dag fjölskyldum átta langveikra barna styrki í Lindakirkju í Kópavogi. Hver fjölskylda fékk 233 þúsund krónur og var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, viðstaddur þegar styrkirnir voru afhentir. Ásdís Arna Gottskálksdóttir er stofnandi félagsins en hún átti átti langveikan son, Björgvin Arnar Atlason sem lést aðeins sex ára að aldri árið 2013. Hún heldur minningu hans á lofti með því að styrkja fjölskyldur sem eru í sömu sporum og hún var í sá sínum tíma. Fréttablaðið ræddi við Ásdísi í nóvember síðastliðnum en þar sagði Ásdís að ekki hafi amað að Björgvini þegar hann fæddist, hann dafnaði vel en um sex mánaða aldurinn fór hann að léttast og átti erfitt með að drekka.Ásdís Arna Gottskálksdóttir.Vísir/Eyþór ÁrnasonKom í ljós að Björgvin var með alvarlegan hjartagalla og varð hann að fara strax í aðgerð úti í Boston í Bandaríkjunum. Hann gekkst undir þrjár hjartaþræðingar og tvær opnar hjartaaðgerðir til að stöðva leka milli hjartahólfa. Björgvin varð sífellt veikari með aldrinum en þegar hann orðinn sex ára kom í ljós að hann var með sjaldgæfan bandvefssjúkdóm, acromicric dysplasia, sem aðeins sextíu börn í heiminum hafa greinst með.Teikning Björgvins prýðir kortin sem Bumbuloni selur til styrkar fjölskyldum langveikra barna.Vísir/EyþórFyrir tveimur árum lét Ásdís prenta jólakort með mynd eftir Björgvin sem hún seldi vinum og vandamönnum og fékk svo góðar viðtökur að hún gat styrkt þrjár fjölskyldur langveikra barna um 233 þúsund krónur hverjar. Í fyrra bættust við merkimiðar og nú í ár tækifæriskort. Salan gekk vel í ár ásamt því að fyrirtæki styrktu málefnið. Náðist því að styrka átta fjölskyldur langveikra barna, en hver fjölskylda fékk 233 þúsund krónur frá félaginu.Ásdís ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni fyrir skemmstu og má heyra viðtalið hér fyrir neðan:
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira