Handbolti

Dagur: Þetta hlýtur að vera einsdæmi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Enn eina ferðina munu þeir Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson mæta hvor öðrum sem landsliðsþjálfarar. Að þessu sinni sem þjálfarar landsliða í Asíu.

„Við erum að mætast enn og aftur. Við mættumst með Austurríki og Ísland. Svo með Þýskaland og Danmörk og nú með Japan og Barein. Þetta hlýtur að vera einsdæmi,“ segir Dagur en hann tók við japanska liðinu síðasta sumar og hefur unnið hart í því að bæta liðið.

„Mér finnst við vera að þróast og mitt handbragð aðeins að komast á liðið. Þetta er mjög spennandi en ég veit ekki hvort við töpum með fimmtán eða þremur mörkum gegn Íslandi í janúar eða hvort við vinnum með einu. Ég átta mig ekki á því.“

Sjá má viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Dag hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×