Handbolti

Þórir ósáttur og kallar mótshaldara á HM jólasveina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Þrátt fyrir að norska kvennalandsliðið í handbolta hefði tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi með öruggum sigri á Spáni, 31-23, var Þórir Hergeirsson ekkert alltof sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn í gær.

Þórir er ósáttur við mótshaldara á HM og kallaði þá jólasveina.

Noregur mætir Rússlandi í 8-liða úrslitum á morgun. Rússar fá ólíkt þægilegri undirbúning fyrir leikinn sem fer fram í Magdeburg, á sama stað og rússneska liðið spilaði í 16-liða úrslitunum. Norska liðið þurfti hins vegar að ferðast frá Leipzig til Magdeburg eftir leikinn í gær.

„Þetta er algjörlega vonlaust hjá mótshöldurum og hefur verið þannig alla vikuna,“ sagði Þórir.

Nora Mørk fór mikinn í leiknum gegn Spánverjum og skoraði 11 mörk. Þórir var þó spar á hrósið eftir leik.

„Hún tapaði líka sex boltum. Ég er mjög ánægður með Noru og liðið en við tökum of mikla áhættu snemma í leikjum,“ sagði Þórir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×