Enski boltinn

Aron Einar: Tjáði Warnock það fyrir ári að ef við færum ekki upp myndi ég leita annað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar hefur leikið með Cardiff frá árinu 2011.
Aron Einar hefur leikið með Cardiff frá árinu 2011. vísir/getty
Þetta tímabil verður síðasta tímabil Arons Einars Gunnarssonar í ensku B-deildinni eins og Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff City, greindi frá á dögunum.

Samningur landsliðsfyrirliðans við Cardiff rennur út í sumar og hann ætlar að róa á önnur mið ef liðið kemst ekki upp í ensku úrvalsdeildina.

„Hann segir nú oftast rétt frá. Við höfum spjallað mikið um þetta og hann veit mína stöðu hjá Cardiff. Þetta er tíunda tímabilið mitt á Englandi og níu þeirra hafa verið í B-deildinni sem tekur líkamlega á. Það fer mikil orka í leikina,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi.

„Ég tjáði honum það fyrir ári síðan að ef við færum ekki upp myndi ég leita annað. Hann skildi það alveg. Þeir hafa boðið mér nýjan samning en vita hvar ég stend með þetta. Sem betur fer þarf ég ekki að fara leynt með það lengur því hann tjáði sig um það.“

Nánar verður rætt við Aron Einar í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×