Enski boltinn

Guardiola bestur þriðja mánuðinn í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pep Guardiola hefur stýrt Manchester City til sigurs í 15 leikjum í röð.
Pep Guardiola hefur stýrt Manchester City til sigurs í 15 leikjum í röð. vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var valinn stjóri nóvember-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem Guardiola hlýtur þessa viðurkenningu.

City vann alla fjóra leiki sína í nóvember. Liðið hefur alls unnið 15 leiki í röð sem er met á Englandi.

Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að stjóri í ensku úrvalsdeildinni er valinn sá besti þrjá mánuði í röð. Antonio Conte, stjóri Chelsea, afrekaði það á síðasta tímabili.

Mohamed Salah var valinn leikmaður nóvember-mánaðar. Egyptinn skoraði sjö mörk í fjórum leikjum fyrir Liverpool í nóvember. Salah er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 13 mörk.

Wayne Rooney fékk svo verðlaun fyrir flottasta mark nóvember-mánaðar fyrir markið sem hann skoraði með skoti fyrir aftan miðju gegn West Ham. Það má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Guardiola: Blindur maður sér hversu góður Silva er

David Silva skoraði tvívegis þegar Manchester City vann 0-4 útisigur á Swansea City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fimmtándi sigur City í röð sem er met í efstu deild á Englandi.

Hægt að spila eins og Barcelona í enska boltanum

Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru komnir með ellefu stiga forystu í toppsætinu í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á nágrönnum sínum í United í toppslagnum á Old Trafford í gær . City vann sinn fjórtánda deildarleik í röð og jafnaði met Arsenal frá 2002. Ekki fyrsta liðið undir stjórn Guaridola sem stingur af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×