Enski boltinn

Klopp segist ekki ætla að reyna við Keita í janúar

Klopp á hliðarlínunni um síðustu helgi.
Klopp á hliðarlínunni um síðustu helgi. vísir/getty
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir ekkert til í þeim sögusögnum að félagið sé að skoða möguleikann á að fá miðjumanninn Naby Keita til liðsins í janúarglugganum.

Liverpool var að eltast við Keita í allt sumar en komst loks að samkomulagi við RB Leipzig um að greiða fyrir hann í sumar en að hann myndi taka eitt tímabil til viðbótar með þýska félaginu.

Orkudrykkjardrengirnir í Leipzig féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu á dögunum og urðu stuðningsmenn Liverpool vongóðir að hann myndi jafnvel koma fyrr en Klopp segir ekkert til í því.

„Það er samkomulag milli félaganna að hann komi næsta sumar til félagsins og það er í raun ekkert annað hægt að segja. Leipzig vill ekki selja leikmenn svo afhverju ættum við einu sinni að reyna?“ sagði Klopp og bætti við:

„Við erum ekki að skoða þennan möguleika og ég hef í raun verið í litlu sambandi við hann á þessu tímabili enda enn leikmaður Leipzig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×