Enski boltinn

Sjáðu mörkin úr enn einum sigri Manchester City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn City fagna einu marka sinna í gær.
Leikmenn City fagna einu marka sinna í gær. Vísir/Getty
Fátt virðist geta stöðvað Manchester City þessa dagana en liðið er enn taplaust í ensku úrvalsdeildinni. Liðið vann í gær 4-1 sigur á Tottenham í stórleik helgarinnar.

Sjá einnig: Nær West Brom líka að stöðva sókn Manchester United? | Myndband

City er með 52 stig af 54 mögulegum eftir átján umferðir og með fjórtán stiga forystu á granna sína í Manchester United sem á leik til góða gegn West Brom í dag.

City hefur skorað 56 mörk í leikjunum átján, nítján meira en næsta lið sem er Manchester United.

Alls fóru sjö leikir fram í ensku úrvalsdelidinni í gær og má sjá allt það helsta úr þeim hér fyrir neðan. Arsenal og Chelsea unnu sína leiki en Jóhann Berg Guðmundsson misstu af tækifæri að komast í fjórða sætið með markalausu jafntefli gegn Brighton.

Saturday Roundup
Manchester City - Tottenham 4-1
Leicester - Crystal Palace 0-3
Arsenal - Newcastle 1-0
Chelsea - Southampton 1-0
Watford - Huddersfield 1-4
Brighton - Burnley 0-0
Stoke - West Ham 0-3



Fleiri fréttir

Sjá meira


×